Leita í fréttum mbl.is

Plan B

Nokkuð hefur verið rætt um plan B ef lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum bregst. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var Ingibjörg Sólrún spurð út í það en svaraði með penum útúrsnúningi.

Ætli það sé nokkuð plan B eftir allt saman?


Loksins góðar fréttir

fjollogo.jpgRosalega er ég ánægð að heyra að Ási verði áfram hjá Fjölni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel í uppbyggingarstarfi hjá félaginu undanfarin ár og er mjög vinsæll hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Fjölnis. Nú í kjölfarið þarf að ganga frá  samningum við leikmenn og tryggja að félagið verði á áfram á meðal þeirra bestu.

Að mínu mati er Ási þjálfari ársins!


mbl.is Ásmundur áfram í Grafarvoginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarleg vonbrigði...

Björgvin Guðni Sigurðsson viðskiptaráðherra lýsti gríðarlegum vonbrigðum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar og þá sérstaklega hvernig fór fyrir Kaupþing. Ríkisstjórnin getur nú bara sjálfri sér um kennt hvernig staðan er.

Stærstu vonbrigðin er auðvitað ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem hefur tekist hið ómögulega... að koma þjóðfélaginu nánast á hausinn á tæpu einu og hálfu ári.

Skál fyrir því!


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gefnu tilefni...

Rakst á þetta... því miður eflaust staðreynd fyrir marga... en pínu fyndið samt!

Skuldugur (Söknuður)

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.


mbl.is Skuldaklukkan sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pollýana

Voru það sem sagt ekki orð Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem kórónuðu þetta allt saman! Og í kjölfarið brugðust bresk yfirvöld við. Í viðtalinu við Kastljós sagði Davíð að hann myndi glaður segja af sér ef það væri hægt að benda á eitthvað athugavert við hans störf. Ég ætla nú ekki að rekja það allt saman í löngu máli... en there you have it... honum tókst að stráfella síðasta stóra viðskiptabankann með einni setningu og það í viðtalinu sjálfu. Geri aðrir betur.

Nú er herma heimildir að orð Árna Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við breska fjármálaráðherrann hafi ráðið úrslitum í þessu sambandi. Það er því spurning um hvort fleiri ættu ekki að segja af sér ef þetta reynist rétt.

Annars er löngu kominn tími á Davíð... ætli honum hafi ekki verið plantað í Seðlabankann til þess að losna við hann úr pólitík... og líklega hafa menn ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum fyrr en núna.

Vonandi læra menn af þessum mistökum og taki upp faglegar ráðningar seðlabankastjóra. Eins vara ég stórlega við því að skipa pólitískar stjórnir yfir ríkisbankana (hélt ég myndi aldrei þurfa að segja þetta orð aftur) eins og hér voru áður.


mbl.is Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er sinnar gæfu smiður

Það voru þau orð sem annar bankastjóra Landsbankans lét falla 23. september sl. þegar þeir kynntu hagspá bankans 2008-2012. Þá var almenningi um leið tilkynnt um að greiðslubyrði þeirra af lánum myndi þyngjast töluvert á næsta ári.

Ætli honum hafi órað fyrir því sem nú er að gerast!


mbl.is Samson óskar eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband