Leita í fréttum mbl.is

Gríðarleg vonbrigði...

Björgvin Guðni Sigurðsson viðskiptaráðherra lýsti gríðarlegum vonbrigðum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar og þá sérstaklega hvernig fór fyrir Kaupþing. Ríkisstjórnin getur nú bara sjálfri sér um kennt hvernig staðan er.

Stærstu vonbrigðin er auðvitað ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem hefur tekist hið ómögulega... að koma þjóðfélaginu nánast á hausinn á tæpu einu og hálfu ári.

Skál fyrir því!


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ef þú heldur í alvörunni að núverandi ríkisstjórn eigi alla sök í málinu þá er það mikill misskilingur og mikil einföldun á stóru máli eins og þessu.

Fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vann forvinnuna að mörgu því sem farið hefur úrskeiðis undanfarið, t.d. með einkavæðingu bankanna án skilyrða o.s.frv.

Það að skella skuldinni alfarið á núverandi ríkisstjórn, er því í besta falli barnaleg einföldun á málinu.

Smári Jökull Jónsson, 9.10.2008 kl. 15:36

2 identicon

Held það sé nú gríðarlega fávísa hjá þér að vera að skella skuldinni á ríkisstjórnina. Þetta er kreppa um allan heim hins vegar hafa Íslendingar orðið einna verst úti. Ætli rótin sé ekki í því að vissir menn hafa farið offari í peningastefnu þessara banka og þeir uxu alltof hratt til að geta staðið undir því. Ríkisstjórnin reynir þó eftir fremstu megni að bjarga því sem bjarga verður svo að margir enda ekki á því að missa allan ævisparnaðinn. 

Auk þess held ég að það sé frekar öðrum stjórnvöldum að kenna en íslenskum hvernig fór fyrir Kaupþing!!!

Berglind (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: maddaman

Auðvitað eru margar ástæður fyrir því hvernig er komið fyrir íslensku efnahagslífi núna og margir bera mikla ábyrgð... og já þetta er einföldun, en samt sem áður einföldun sem ekki má líta fram hjá heldur.

Stjórnvöld verða að vera í takt við breytta tíma, fylgjast með og gera þær breytingar sem aðstæður í samfélaginu gefa til kynna hverju sinni. Því miður hefur ekki verið gripið til nauðsynlegra aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar í marga mánuði frá fjöldamörgum aðilum, bæði hér heima og erlendis. Hvernig væri staðan ef það hefði strax verið ráðist í að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, lækka vexti, ráðast í aðgerðir í atvinnumálum,  ef ekki hefði verið farið fram með þeim hætti sem gert var gagnvart Gliti... og svo má lengi rekja áfram, því miður! Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það sem nú er að gerast ef menn hefðu einfaldlega brugðist við fyrr.

Stjórnvöld að þó núna að bregðast við með því að tryggja innistæður almennings, sem þeim ber að gera í árferði sem þessu.

maddaman, 9.10.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: maddaman

Ef allt væri nú svo einfalt

maddaman, 9.10.2008 kl. 16:12

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað hefði ríkisstjórnin núverandi getað brugðist við á annan og kannski betri hátt í einhverjum þessara mála sem þú nefnir. En það breytir því samt ekki að þessi framsetning þín, að núverandi ríkisstjórn hafi komið þjóðinni á hausinn er mjög skrýtin og í raun fáránleg.

Það er svona svipað eins og að skýra það út að lið endaði um miðja deild í Íslandsmótinu en ekki í efsta sæti, að tiltaka eitt dauðafæri sem fór úrskeiðis í síðasta leiknum.

Smári Jökull Jónsson, 9.10.2008 kl. 17:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband