Leita í fréttum mbl.is

Pollýana

Voru það sem sagt ekki orð Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem kórónuðu þetta allt saman! Og í kjölfarið brugðust bresk yfirvöld við. Í viðtalinu við Kastljós sagði Davíð að hann myndi glaður segja af sér ef það væri hægt að benda á eitthvað athugavert við hans störf. Ég ætla nú ekki að rekja það allt saman í löngu máli... en there you have it... honum tókst að stráfella síðasta stóra viðskiptabankann með einni setningu og það í viðtalinu sjálfu. Geri aðrir betur.

Nú er herma heimildir að orð Árna Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við breska fjármálaráðherrann hafi ráðið úrslitum í þessu sambandi. Það er því spurning um hvort fleiri ættu ekki að segja af sér ef þetta reynist rétt.

Annars er löngu kominn tími á Davíð... ætli honum hafi ekki verið plantað í Seðlabankann til þess að losna við hann úr pólitík... og líklega hafa menn ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum fyrr en núna.

Vonandi læra menn af þessum mistökum og taki upp faglegar ráðningar seðlabankastjóra. Eins vara ég stórlega við því að skipa pólitískar stjórnir yfir ríkisbankana (hélt ég myndi aldrei þurfa að segja þetta orð aftur) eins og hér voru áður.


mbl.is Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband