Færsluflokkur: Bloggar
20.2.2008 | 00:05
Glæsileg vika hjá Eyjunni
Frábært hvað eyjan.is er að fá góða útkomu í nýjustu vefmælingu Modernus. Hlýtur að vera mesti fjöldi frá upphafi, án þess að ég þori að fullyrða það alveg, rétt tæplega 40 þúsund notendur!
Mér finnst þetta alveg snilldarvefur, enda þekki ég aðeins til þeirra sem að honum standa, hvort sem það eru fréttamenn, eigendur eða hönnuður vefjarins. Allt hið mesta toppfólk! Þetta er klárlega fyrsta síðan sem ég tékka á þegar tölvan er ræst og er auðvitað "home" en ekki hvað? Enda er síðan alltaf lifandi og hægt er að fylgjast með öllu því helsta sem er að gerast á einum stað... Eyjunni! Congrats!
18.2.2008 | 01:42
NBA ALL STAR 2008
Útsending SÝNAR frá NBA All Star 2008 í New Orleans var að hefjast nú kl. 01.00. Nú rétt áðan var verið að sýna highlights frá troðslu- og þriggjastigakeppninni og mátti sjá þar geðveikar troðslur m.a. frá sigurvegaranum Dwight Howard.
Þetta er klárlega einn glæsilegasti íþróttaviðburður ársins, tónlistaratriði, kynningar, flugeldar og fjöldi viðtala fyrir, á meðan og á eftir leik.
Og... nú var verið að kynna liðin
Byrjunarlið Austurstrandarinnar
Jason Kidd - New Jersey Nets
Dwayne Wade - Miami Heat
Dwight Howard - Orlando Magic
Chris Bosh - Toronto Raptors
LeBron James - Cleveland Cavaliers
Byrjunarlið Vesturstrandarinnar
Allen Iverson - Denver Nuggets
Kobe Bryant - LA Lakers
Yao Ming - Houston Rockets
Carmelo Anthony - Denver Nuggets
Tim Duncan - SA Spurs
Fúlt að Kobe skuli vera meiddur á hendi og geti ekki tekið þátt... fékk þó að byrja leikinn! Einnig er Kevin Garnett meiddur og verður ekkert með.
Annars eru búningarnir frekar athyglisverðir, mjög líkir á litinn að aftanverðu... og mjög glansandi!
02.15: Staðan eftir 1Q East 34 vs West 28
02.48: Staðan eftir 2Q East 74 vs West 65
Celeb á pöllunum:
Arnold Schwarzenegger
Jet Li
Alyssa Milano
Julius Erving
BJ Armstrong fv leikmaður Chicago Bulls o.fl.
uhmmm... kannski ekki málið að halda þessari upptalningu áfram
Halftime atriði:
Ellis Marsalis
Dr. John & Davell Crawford
já okei og meiri jazz... aðeins of þroskað fyrir mig kannski
03.45: Staðan eftir 3Q East 106 vs West 93
Vestrið þarf að taka sig saman og klára dæmið! Greinilegt að Kobe er ekki með... annars vantar smá alvöru í gameið... PLAY TO WIN!
OK... take it back... Stoudemire og Howard eru með þetta... og jafnt 110-110... gott að menn eru að vakna undir lokin! Verður spennandi... gæti dottið í framlengingu samt! Spurning hver tekur MVP... Howard... Paul... James... eða Allen?
Austrið er að klára þetta... geðveikt slam hjá LeBron... 129-125 og 35.8 sek eftir... 131-128 og 8.2 sek eftir... Vestrið brýtur... og Allen aftur á línuna... og klárar þetta 134-128 LOKATÖLUR! og MVP er... veðja á James... betri tölfræði vs Allen... 27-8-9-2-1... og hann tekur þetta!
Góða nótt í boði...
13.2.2008 | 21:18
Ætli maður hafi heyrt þetta áður?
Greinilega eina lausnin sem forsætisráðherra hefur á vandamálum Sjálfstæðisflokksins er að taka lagið... og helst opinberlega! Hver man ekki eftir kantrýlaginu rétt eftir REI málið og huggulegt setup með ungum dreng í Laugardagslögum hér fyrir stuttu... og nú þetta!
Frekar slappt!
Smá viðbót... tónleikar Bubba eru að sjálfsögðu mjög gott framtak og þarft fyrir umræðuna um fordóma hér á landi!
Forsætisráðherra ætlar að taka lagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 19:43
Pólitíkin í hnotskurn?
Fékk eftirfarandi hugleiðingu senda:
Íhaldið vill skipta þjóðarkökunni upp á nýtt og færa verkefni og fjármagn frá samneyslu til einkaframtaksins.
Kratar vilja skipta kökunni öðruvísi, taka frá einum til að færa það öðrum.
Kommar vilja minnka kökuna, hún er of stór og dregur hingað útlendinga, fjárfesta og annað vont fólk.
Frjálslyndir vilja ekki köku bara fisk.
Framsóknarmenn vilja stækka þjóðarkökunna til þess að það sé meira til skiptanna fyrir alla og þannig hægt að rétta hlut þeirra sem hafa fengið of lítið.
11.2.2008 | 16:38
Hrikalega hallærislegt!
Fylgdist með öðru auganu með "blaðamannafundi" Sjálfstæðismanna í borginni. Hef nú sjaldan séð jafn hallærislega útsendingu. Þeir náðu ekki að halda tímann sem fréttamenn höfðu verið boðaðir á og mátti sjá þá eirðarlausa á göngunum í Valhöll í rúman klukkutíma allt í beinni. Þetta var nú allt hálfgerður brandari. Best var þó þegar Hanna Birna og Gísli laumuðust út um kjallaradyrnar og myndavélarnar rétt náðu baksvipnum á þeim.
Síðan þegar gamli góði Villi birtist svo þá var þetta allt hið kjánalegasta, engin yfirlýsing, ekkert búið að ákveða og hann spurði bara fréttamennina hvernig þeir vildu hafa þetta... sem klárlega urðu fyrir miklum vonbrigðum enda búið að magna upp stemminguna í nokkurn tíma og menn hafa búist við einhverjum fréttum. Ekki nóg með það heldur var fréttamönnum mismunað þar sem aðeins ljósvakamiðlar fengu að vera inni þegar "yfirheyrslan" fór fram. Efast um að blaðamannastéttin sé kát akkúrat núna... nú þurfa forsvarsmenn blaðanna (þ.e. sjálfstæðismennirnir) eflaust að róa sitt lið svo ekki fari út "óheppilegar" fréttir af þessari hlægilegu uppákomu.
Annars var Villi kallinn bara brattur, ætlar að halda ótrauður áfram... efast samt stórlega um að það sé eining hjá borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna... enginn vildi tjá sig og í raun töluðu myndirnar sínu máli!
Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2008 | 14:46
Vandræði Sjálfstæðisflokksins
Ég er ekki sérstaklega hrifin af því þegar hinir og þessir eru að tjá sig um innanflokksmál stjórnmálaflokka. Það eru oft misgáfulegir kenningar og spunar sem koma út úr því sem eiga sér oft litla eða enga stoð í raunveruleikanum og eru klárlega settar fram í öðrum tilgangi en að halda uppi eðlilegri umræðu.
En... ég bara verð aðeins og velta upp nokkrum atriðum varðandi Sjálfstæðisflokkinn sem virðist eiga í töluverðum vandræðum þessa dagana. Sérstaklega vegna þess að yfirleitt eru spunameistarar Sjálfstæðisflokksins í dulargervi "fréttaskýrenda"duglegir að koma fram og reyna að hafa áhrif á pólitíska umræðu, augljóslega með hagsmuni síns flokks í fyrirrúmi en þó ekki sem yfirlýstir fulltrúar flokksins. Sérstaklega góð dæmi um það eru Andrés Magnússon og Agnes Bragadóttir... óþolandi alveg!
Svo virðist sem Sjálfstæðismenn í borginni hafi verið að undirbúa aðra aðför að oddvita sínum, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Hið margrómaða blaður um samstöðu er ótrúverðugt. Það sýnir sig alltaf betur og betur. Nú er greinilega í gangi fjölmiðlabann í þeirri krísu sem nú er uppi. Það næst ekki í neinn af borgarfulltrúunum og sjálfur formaður flokksins veit ekki hvernig hann á takast á við stöðuna. Þetta sama fólk var ekki spart á yfirlýsingarnar og stóru orðin hér í október þegar meirihluti BD sprakk vegna málefnalegs ágreinings og þeirri staðreynd að sjálfstæðismenn í borginni höfðu engan leiðtoga heldur marga litla smákónga sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar (sjá mynd sem er ótrúlega lýsandi fyrir stöðuna).
Á meðan er opið skotleyfi á Villa. Menn verða að passa sig að ganga ekki of nærri einstaka persónum í hita leiksins og halda umræðunni á málefnalegum nótum. Þó hefur Vilhjálmur enn á ný gert ákveðin mistök í ferlinu, nú varðandi ummæli um umboð sitt í Kastljósinu og yfirlýsingu í kjölfarið sem triggeraði umræðuna um stöðu hans og ábyrgð. Þetta var frekar klaufalegt hjá reyndum stjórnmálamanni og hann hefði getað forðast þessa stöðu. Kannski hefði betur átt að setja fjölmiðlabannið fyrr í Valhöll!
Það verður athyglisvert að sjá hvernig Sjálfstæðismenn leysa úr sínum málum... ætli niðurstaðan verði sú sem menn óskuðu eftir þegar sexmenningarnir (eða fjórmenningarnir?) hófu vegferðina fyrir tæpum fjórum mánuðum?
Yfirleitt vona ég að mínu liði gangi vel en ekki að hinum gangi illa... kannski ég ætti að endurskoða það eitthvað því það er greinilega ekki almennur hugsunarháttur í þessu samfélagi. Því miður er öfund og niðurrifsstarfsemi mjög ríkjandi, þ.e. ef einhver er frambærilegur og gengur vel þá er viðkomandi ógn sem verður klekkja á... strax!
Hvernig væri ef þeir hinir sömu myndu bara leggja sig aðeins meira fram sjálfir í staðinn fyrir að einblína á að eyðileggja fyrir öðrum. Því miður er allt of algengt að fólk velji auðveldu leiðina, því oft er hreinlega ekki innistæða fyrir öðru hjá þessum sömu aðilum. Það væri ágætt að hafa þetta í huga þegar menn fylgjast með samfélagslegri umræðu og áður en þeir taka afstöðu byggða á misáreiðanlegum upplýsingum.
Ekki ástæða til að ræða við Vilhjálm og Björn Inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2008 | 06:49
Hrikalega flott lag
Gróf upp nokkurra ára gamalt lag með Counting Crows sem er alveg hrikalega flott. Fann það svo í ótrúlega fallegri útfærslu með Natalie Walker.
9.2.2008 | 02:54
The Verkfall
Verkfall handritshöfunda hefur nú staðið yfir í rúma 3 mánuði eða frá 5. nóvember í fyrra. Líklegt er að nú fari loks að sjá fyrir endann á því en deiluaðilar hafa verið í óformlegum þreifingum í nokkrar vikur. Má telja að stórum hindrunum hafi nú verið rutt úr vegi og er fundur áætlaður hjá forystu WGA í dag til að taka stöðuna á félögum sínum um hvort stjórnin muni stöðva verkfallið og kjósa að ganga að nýjum samningi við AMPTP.
Skv. TV Guide í BNA er þetta líkleg staða á vinsælustu sjónvarpsþáttunum ef samningar nást fljótlega:
24
Expected to return this fall or January 09.
30 Rock
Expected to shoot 5 to 10 new episodes to air in April/May.
Big Love
Expected to go into production on Season 3 in March. Airdate info is TBD.
Bones
Four pre-strike episodes left. Unclear whether additional episodes will be produced for this season.
Brothers & Sisters
Expected to shoot 4 or 5 new episodes to air in April/May.
Criminal Minds
Expected to shoot 4 to 7 new episodes to air in April/May.
CSI
Expected to shoot 4 to 7 new episodes to air in April/May.
CSI: Miami
Expected to shoot 4 to 7 new episodes to air in April/May.
CSI: NY
Expected to shoot 4 to 7 new episodes to air in April/May.
Desperate Housewives
Expected to shoot 4 or 5 new episodes to air in April/May.
ER
TBD.
Everybody Hates Chris
Twelve pre-strike episodes remain. No additional episodes expected for this season.
Friday Night Lights
No new episodes expected for this season. Future TBD.
Gossip Girl
Expected to shoot up to 9 new episodes to air in April/May/June.
Greys Anatomy
Expected to shoot 4 or 5 new episodes to air in April/May.
Heroes
TBD.
House
Expected to shoot 4 to 6 new episodes to air in April/May.
Jericho
Seven episodes remain. No additional episodes expected for this season.
Las Vegas
Three pre-strike episodes remain. No additional episodes expected for this season.
Law & Order: SVU
TBD.
Lost
Six pre-strike episodes remain. Six additional episodes could air this season.
Medium
Six pre-strike episodes remain. No additional episodes expected this season.
Men in Trees
Eleven pre-strike episodes remain. No additional episodes expected this season.
My Name Is Earl
Expected to shoot 8 to 10 new episodes to air in April/May.
NCIS
Expected to shoot 5 to 7 new episodes, only three of which may air this season.
Numbers
Expected to shoot 5 to 7 new episodes, only three of which may air this season.
The Office
Expected to shoot 5 to 10 new episodes to air in April/May.
One Tree Hill
Six pre-strike episodes remain. Future beyond that TBD.
Prison Break
Two pre-strike episodes remain. Future beyond that TBD.
Scrubs
Four pre-strike episodes remain. Four additional episodes will likely be shot; unclear whether theyll air on NBC or go straight to DVD.
Smallville
Four pre-strike episodes remain. Expected to shoot 3 to 5 additional episodes to air in April/May.
Supernatural
Two pre-strike episodes remain. Expected to shoot 3 to 5 additional episodes to air in April/May.
Ugly Betty
Expected to shoot 4 or 5 new episodes to air in April/May.
Ég er sérstaklega kát yfir því að fá nokkra þætti í viðbót af Grey's Anatomy, datt inn í þá í jólafríinu og endaði á að horfa á þá alla. Nú er búið að framleiða og sýna 11 þætti í 4 seríu á ABC þannig að 16 þættir í seríu er kannski frekar lítið m.v. 27 í seríu 2 og 3... en you take whatever you get!
Uppfært 10.2. kl 21:40
Rúv greindi frá því fyrir stundu að stéttarfélög handritshöfunda í Hollywood hafi í kvöld samþykkt nýjan samning við kvikmyndaverin. Verkfallið sé því víst á enda. Í gær náði rithöfundasambandið WGA samkomulagi um hversu mikið þeir fái greitt fyrir þá vinnu sem sett er inn á Netið.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agnarbragi
- agnarb
- vestfirdingurinn
- safinn
- birkir
- dofri
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- neytendatalsmadur
- mummiskula
- hallurmagg
- hl
- smalinn
- hlini
- jonfinnbogason
- jon-o-vilhjalmsson
- skjalfandi
- lafdin
- kristbjorg
- margretsverris
- suf
- siggi-hreins
- kaupfelag
- stefanbogi
- steinunnanna
- valdisig
- vefritid