Leita í fréttum mbl.is

NBA ALL STAR 2008

Útsending SÝNAR frá NBA All Star 2008 í New Orleans var að hefjast nú kl. 01.00. Nú rétt áðan var verið að sýna highlights frá troðslu- og þriggjastigakeppninni og mátti sjá þar geðveikar troðslur m.a. frá sigurvegaranum Dwight Howard.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er klárlega einn glæsilegasti íþróttaviðburður ársins, tónlistaratriði, kynningar, flugeldar og fjöldi viðtala fyrir, á meðan og á eftir leik.  

Og... nú var verið að kynna liðin 

Byrjunarlið Austurstrandarinnar nba2008_allstar_logo
Jason Kidd - New Jersey Nets
Dwayne Wade - Miami Heat
Dwight Howard - Orlando Magic
Chris Bosh - Toronto Raptors
LeBron James - Cleveland Cavaliers

Byrjunarlið Vesturstrandarinnar
Allen Iverson - Denver Nuggets
Kobe Bryant - LA Lakers
Yao Ming - Houston Rockets
Carmelo Anthony - Denver Nuggets
Tim Duncan - SA Spurs  

Fúlt að Kobe skuli vera meiddur á hendi og geti ekki tekið þátt... fékk þó að byrja leikinn! Einnig er Kevin Garnett meiddur og verður ekkert með.

Annars eru búningarnir frekar athyglisverðir, mjög líkir á litinn að aftanverðu... og mjög glansandi!

02.15: Staðan eftir 1Q East 34 vs West 28 

02.48: Staðan eftir 2Q East 74 vs West 65

Celeb á pöllunum:
Arnold Schwarzenegger
Jet Li
Alyssa Milano
Julius Erving
BJ Armstrong fv leikmaður Chicago Bulls o.fl.
uhmmm... kannski ekki málið að halda þessari upptalningu áfram Errm

Halftime atriði:
Ellis Marsalis
Dr. John & Davell Crawford
já okei og meiri jazz... aðeins of þroskað fyrir mig kannski Whistling

03.45: Staðan eftir 3Q East 106 vs West 93

Vestrið þarf að taka sig saman og klára dæmið! Greinilegt að Kobe er ekki með... annars vantar smá alvöru í gameið... PLAY TO WIN!

OK... take it back... Stoudemire og Howard eru með þetta... og jafnt 110-110... gott að menn eru að vakna undir lokin! Verður spennandi... gæti dottið í framlengingu samt! Spurning hver tekur MVP... Howard... Paul... James... eða Allen? 

Austrið er að klára þetta... geðveikt slam hjá LeBron... 129-125 og 35.8 sek eftir... 131-128 og 8.2 sek eftir... Vestrið brýtur... og Allen aftur á línuna... og klárar þetta 134-128 LOKATÖLUR! og MVP er... veðja á James... betri tölfræði vs Allen... 27-8-9-2-1... og hann tekur þetta!

Góða nótt í boði... 


Ætli maður hafi heyrt þetta áður?

Greinilega eina lausnin sem forsætisráðherra hefur á vandamálum Sjálfstæðisflokksins er að taka lagið... og helst opinberlega! Hver man ekki eftir kantrýlaginu rétt eftir REI málið og huggulegt setup með ungum dreng í Laugardagslögum hér fyrir stuttu... og nú þetta!

Frekar slappt!

Smá viðbót... tónleikar Bubba eru að sjálfsögðu mjög gott framtak og þarft fyrir umræðuna um fordóma hér á landi!


mbl.is Forsætisráðherra ætlar að taka lagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíkin í hnotskurn?

Fékk eftirfarandi hugleiðingu senda: 

Íhaldið vill skipta þjóðarkökunni upp á nýtt og færa verkefni og fjármagn frá samneyslu til einkaframtaksins.

Kratar vilja skipta kökunni öðruvísi, taka frá einum til að færa það öðrum.

Kommar vilja minnka kökuna, hún er of stór og dregur hingað útlendinga, fjárfesta og annað vont fólk.

Frjálslyndir vilja ekki köku bara fisk.

Framsóknarmenn vilja stækka þjóðarkökunna til þess að það sé meira til skiptanna fyrir alla og þannig hægt að rétta hlut þeirra sem hafa fengið of lítið. 


Hrikalega hallærislegt!

villivillFylgdist með öðru auganu með "blaðamannafundi" Sjálfstæðismanna í borginni. Hef nú sjaldan séð jafn hallærislega útsendingu. Þeir náðu ekki að halda tímann sem fréttamenn höfðu verið boðaðir á og mátti sjá þá eirðarlausa á göngunum í Valhöll í rúman klukkutíma allt í beinni. Þetta var nú allt hálfgerður brandari. Best var þó þegar Hanna Birna og Gísli laumuðust út um kjallaradyrnar og myndavélarnar rétt náðu baksvipnum á þeim.

Síðan þegar gamli góði Villi birtist svo þá var þetta allt hið kjánalegasta, engin yfirlýsing, ekkert búið að ákveða og hann spurði bara fréttamennina hvernig þeir vildu hafa þetta... sem klárlega urðu fyrir miklum vonbrigðum enda búið að magna upp stemminguna í nokkurn tíma og menn hafa búist við einhverjum fréttum. Ekki nóg með það heldur var fréttamönnum mismunað þar sem aðeins ljósvakamiðlar fengu að vera inni þegar "yfirheyrslan" fór fram. Efast um að blaðamannastéttin sé kát akkúrat núna... nú þurfa forsvarsmenn blaðanna (þ.e. sjálfstæðismennirnir) eflaust að róa sitt lið svo ekki fari út "óheppilegar" fréttir af þessari hlægilegu uppákomu.

Annars var Villi kallinn bara brattur, ætlar að halda ótrauður áfram... efast samt stórlega um að það sé eining hjá borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna... enginn vildi tjá sig og í raun töluðu myndirnar sínu máli!


mbl.is Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband