Leita í fréttum mbl.is

Aftur toppar Eyjan!

eyjan Eyjan.is er hástökkvari vikunnar í samræmdri vefmælingu Modernus í 8. viku með tæplega 47 þúsund notendur...og er það met hjá Eyjufólki enda frábær síða... TIL HAMINGJU!


Leikhús fáránleikans

Held það þurfi ekki að segja neitt meira að sinni, atburðarásin dæmir sig algjörlega sjálf!
mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram FJÖLNIR!

fjolnirkarfaa-4-24_02

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Upphitun í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum kl. 14:00. Þar verður troðslusýning, rúlluboltakeppni, skotkeppni, andlitsmálun, tónlist og hið stórgóða Fjölnislag tekið. Rútuferðir í Höllina kl. 15:20.

Spurning um að skella sér? 


And the winner is...

eurobandJá... athyglisvert! Sat heima í kvöld eftir árshátíðina í gær og horfði á Laugardagslögin með öðru ásamt heimildaleit á netinu. Og... þar sem allir eru að tala um þetta... þá er kannski málið að vera bara með!

Var nú búin að spá því fyrirfram að þetta yrðu lögin í topp þremur...

Dr. Spock... já gúmmíhanskarnir... var kannski ekki að ná þessu concepti alveg... söngur og texti frekar slappt en lagið sjálft gott á köflum.

Merzedes Club... Rebekka ótrúlega flott stelpa og það allra besta við atriðið alveg frá upphafi, lagið grípandi, textinn góður nema kannski chorusinn frekar cheesy en... ég veit ekki hvort mækinn hafi verið svona off eða lágt stilltur... það vantaði allan kraft í sönginn og því dynamík í lagið... gaurarnir aukaatriði. Hélt að þau myndu vinna áður en þetta byrjaði í kvöld!

Eurobandið... mikil framför með enska textanum hans Palla og mun kröftugra lagi... einnig voru þau komin í almennilegt júniform og framsetningin mun betri... fékk samt aulahroll yfir þessu "óóó" í miðjunni þegar þau litu hvort á annað... eins má ekki klikka á háu tónunum!

Fróðlegt væri að sjá skiptingu atkvæða og vita hve mikið bar í milli. Annars fannst mér alltaf lagið hennar Svölu best... strákurinn mikil týpa og kúl tónn í laginu... veit ekki með sönginn, lagið býður heldur ekki upp á einhverjar gloríur í þeim efnum???

En nú er bara að plana Eurovision partý 22. maí... Ísland í seinni undankeppninni... spurning hvort við komust áfram í þetta sinn???  


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sooooo sad...

Er víst að fara í próf á morgun, sem ég er svooo ekki að nenna að lesa fyrir... arrgghh! Langar baaara að fara að sofa núna... Crying

Tók smá netrúnt... greinilegt á fréttaflutningi að "maður er manns gaman". Skúbb og slúðurblaðamennska er greinilega orðin "thing" á ný og enginn er betri en gamli góði Vísir... verst hvað slæleg framsetning fréttanna hjá þeim, staðreynda- og ekki tala ég nú um stafsetningavillur hrópa á mann. Frekar sorglegt hjá svo stórum miðli að það sé ekki hægt að prófarkalesa né doubletékka staðreyndir. Svona fréttaflutningur er ekki sérlega traustvekjandi né trúverðugur.

Mjög nýlegt dæmi eða frá 20. feb kl. 23.35 http://visir.is/article/20080220/FRETTIR01/80220116

Síðast þegar ég vissi var Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. 

Uppfært 21.2: Jæja, þeir eru búnir að leiðrétta þetta þ.e. Helga Sigrún er skrifstofustjóri þingflokksins en ekki þingflokksformaður... en þá rakst ég á eftirfarandi... á visir.is... takið eftir fyrirsögninni... þetta er því miður orðið daglegt brauð og ekki hægt að bjóða lesendum upp á svona vinnubrögð!

http://www.visir.is/article/20080221/FRETTIR01/80221089

visirfrett

 

 

 

 


Glæsileg vika hjá Eyjunni

Frábært hvað eyjan.is er að fá góða útkomu í nýjustu vefmælingu Modernus. Hlýtur að vera mesti fjöldi frá upphafi, án þess að ég þori að fullyrða það alveg, rétt tæplega 40 þúsund notendur!

Mér finnst þetta alveg snilldarvefur, enda þekki ég aðeins til þeirra sem að honum standa, hvort sem það eru fréttamenn, eigendur eða hönnuður vefjarins. Allt hið mesta toppfólk! Þetta er klárlega fyrsta síðan sem ég tékka á þegar tölvan er ræst og er auðvitað "home" en ekki hvað? Enda er síðan alltaf lifandi og hægt er að fylgjast með öllu því helsta sem er að gerast á einum stað... Eyjunni! Congrats!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband