Leita í fréttum mbl.is

Samgönguráðherra fyrir og eftir!

Kristján MöllerKristján L Möller samgönguráðherra sló um sig á  blaðamannafundi í morgun og tilkynnti viðauka við samgönguáætlun þar sem kom fram að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng eigi að hefjast á næsta ári. Báðar þessar framkvæmdir verða í einkaframkvæmd en gert er ráð fyrir að helmingur kostnaðarins af Vaðlaheiðargöngum verði innheimtur með veggjöldum. 

Rifjum upp fyrri ummæli Kristjáns Möller varðandi þetta mál fyrir kosningar:

Kristján Möller í fréttum Rásar 1 og 2  3. apríl 2007 kl. 18.00
Samfylkingin vill að ríkissjóður kosti gerð Vaðlaheiðarganga þannig að ekki þurfi að krefjast veggjalds.

Kristján Möller sagði að "aðalatriðið er það að við erum líka að segja það að við viljum hafa þessi göng gjaldfrjáls".

Grein Kristjáns Möller á vef Samfylkingarinnar 20. apríl 2007

"Vaðlaheiðargöng eiga að okkar mati að vera annað hvort hefðbundin ríkisframkvæmd með fjárveitingu eða lántöku ríkissjóðs eða einkaframkvæmd þar sem verktakar framkvæma og fjármagna verkið og fá það síðan greitt til baka frá ríkissjóði."

"Ég er með þessu að segja að veggjald verði ekki innheimt af notendum Vaðlaheiðarganga, ekki frekari en fyrir notkun fyrirhugaðrar Sundabrautar og Suðurlandsvegar þegar hann verður tvöfaldaður. Jafnréttis- og jafnræðissjónarmið ráða því þessari hugmynd minni. Rétt er líka að benda á að verði Vaðlaheiðargöng gjaldfrjáls þarf ekki að viðhalda með ærnum tilkostnaði gamla veginum um Víkurskarð". 

Einnig vildi hann hefja framvæmdir strax og opna göngin um áramótin 2009-2010. Hæglega væri hægt að klára verkið á 2 árum. Nú er verið að tala um að því ljúki sumarið 2012.

Heyrðu... ganga hlutirnir sem sagt ekki eins hratt fyrir sig þegar þú ert orðinn ráðherra?

Í fréttum RÚV 24. maí 2007 eftir kosningar þegar Kristján Möller var nýorðinn samgönguráðherra þá mundi hann ennþá en þó óljóst eftir þessari stefnu sinni og Samfylkingarinnar.

"Ég er þeirrar skoðunar að það eigi jafnræði og jafnrétti að ríkja hjá öllum landsmönnum án tillits til hvar þeir eiga heima og ef aðrir vegir verða gjaldfrjálsir þá eiga að sjálfsögðu Vaðlaheiðargöng að vera það líka."

Og aðspurður um þá skoðun að flýta framkvæmdum dró hann í land og sagði óábyrgt að segja eitthvað um það.

Bíddu... var þá ekki óábyrgt að tala með þeim hætti fyrir kosningar þegar þú þurftir á atkvæðunum að halda?

Þess má líka geta að ekkert er minnst á Sundabraut í áætluninni enda er það í takt við stöðugan flótta ráðherra frá málinu. Það er einfaldlega ekki á dagskrá!

Bendi á góðan pistil Péturs Gunnarssonar á Eyjunni um það hér


mbl.is 11 milljarðar í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þörf á þremur nýjum sendiherrum?

Í tilefni skipulagsbreytinga í Utanríkisráðuneytinu fyrir rúmu ári síðan hélt þáverandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, athyglisverða ræðu þar sem meðal annars eftirfarandi kom fram:

"Það liggur ljóst fyrir að í dag er fjöldi sendiherra í utanríkisþjónustunni nokkuð umfram þarfir ráðuneytisins. Ég hyggst því ekki skipa fleiri sendiherra á þessu kjörtímabili".

Þessar áherslubreytingar í tengslum við nýtt skipulag í ráðuneytinu mörkuðu að miklu leyti upphafi nýrra tíma í utanríkisþjónustunni.

Nýr utanríkisráðherra ætti kannski að þetta til fyrirmyndar í tilefni frétta dagsins um skipan þriggja nýrra sendiherra! Að gefnu tilefni er einnig vert að minna formann Samfylkingarinnar á ályktanir eigin flokks um að faglegra sjónarmiða sé gætt við ráðningar starfsmanna í utanríkisþjónustunni


mbl.is Sigríður Anna skipuð sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Perfect VP

MP0219

Kjartan og Ásta

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessa skipun í stjórn REI. Á móti kemur er mjög nauðsynlegt að það sé komin stjórn yfir fyrirtækið sama hversu óheppileg hún er. Ég er að mörgu leyti sammála því að pólitíkusar eigi ekki heima í þessari stjórn eftir allt sem hefur gengið á. En auðvitað eru sjálfstæðismenn ekki sammála þessu, borgarfulltrúagengið var á sínum tíma ekki alveg sátt við að vera "ekki með"  í stjórn OR og REI og ekki parhrifið af Villa og hans vinum þar inni. Nú hefur þetta lið tögl og haldir í öllu borgarkerfinu, Villi kallinn aðeins formaður borgarráðs.

En athyglisvert að skoða Ástu Þorleifsdóttur og þennan blessaða F lista. Fyrirgefið, en hvaða "umboð" hefur hún... hún er ekki borgarfulltrúi og ekki varaborgarfulltrúi... heldur situr í hvað... 4. sæti listans og fer með öll þessi veigamiklu embætti. Ég spyr - er það eðlilegt?

Af hverju er ekki endalaust verið að stönglast á "þeirra hlut" í borginni eins og framsóknarmenn fengu yfir sig á sínum tíma (sem er stjórnmálaflokkur með skipulag og kjörnir fulltrúar sátu þó í helstu embættunum). Mikil völd og hvað er þessi F listi annars? Samansafn af liði sem fáir skilja og fer með stjórn borgarinnar... og nota bene "ekki á ábyrgð Frjálslynda flokksins". Stórfurðulegt alveg! 

En margumrædd Ásta er m.a. varaformaður stjórnar OR og REI, í stjórn Faxaflóahafna, í Umhverfis- og samgönguráði (spurning hvort búið sé að  "leiðrétta" þetta með varaformennskuna?), varaformaður Menntaráðs. Og síðan er Ólafur F. í æðsta embætti borgarinnar, sjálfur borgarstjóri! Sjálfstæðismönnum hefur tekist að downgrade-a æðsta embætti borgarinnar og nota sem skiptimynt til að komast til valda. 

Hvernig væri ef fjölmiðlar myndu núna hamast í þessu liði t.d. velta sér upp úr launagreiðslum þess fyrir og eftir meirihlutaskipti! Líklega töluverður munur þar á!

Jæja, aftur að lesa... 


mbl.is Leitað að fagstjórnanda í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrt þetta áður?

Það var þá niðurstaða þessarar "nýju" nefndar sem nýr heilbrigðisráðherra skipaði til að fara yfir og endurmeta forsendur fyrir byggingu hátækisjúkrahúss. Hún kemst að nákvæmlega sömu niðurstöðu og sú fyrri... nema þar voru auðvitað ekki "réttir" aðilar að mati ráðherra.
mbl.is Besta staðsetningin við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband