Leita í fréttum mbl.is

Samgönguráðherra fyrir og eftir!

Kristján MöllerKristján L Möller samgönguráðherra sló um sig á  blaðamannafundi í morgun og tilkynnti viðauka við samgönguáætlun þar sem kom fram að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng eigi að hefjast á næsta ári. Báðar þessar framkvæmdir verða í einkaframkvæmd en gert er ráð fyrir að helmingur kostnaðarins af Vaðlaheiðargöngum verði innheimtur með veggjöldum. 

Rifjum upp fyrri ummæli Kristjáns Möller varðandi þetta mál fyrir kosningar:

Kristján Möller í fréttum Rásar 1 og 2  3. apríl 2007 kl. 18.00
Samfylkingin vill að ríkissjóður kosti gerð Vaðlaheiðarganga þannig að ekki þurfi að krefjast veggjalds.

Kristján Möller sagði að "aðalatriðið er það að við erum líka að segja það að við viljum hafa þessi göng gjaldfrjáls".

Grein Kristjáns Möller á vef Samfylkingarinnar 20. apríl 2007

"Vaðlaheiðargöng eiga að okkar mati að vera annað hvort hefðbundin ríkisframkvæmd með fjárveitingu eða lántöku ríkissjóðs eða einkaframkvæmd þar sem verktakar framkvæma og fjármagna verkið og fá það síðan greitt til baka frá ríkissjóði."

"Ég er með þessu að segja að veggjald verði ekki innheimt af notendum Vaðlaheiðarganga, ekki frekari en fyrir notkun fyrirhugaðrar Sundabrautar og Suðurlandsvegar þegar hann verður tvöfaldaður. Jafnréttis- og jafnræðissjónarmið ráða því þessari hugmynd minni. Rétt er líka að benda á að verði Vaðlaheiðargöng gjaldfrjáls þarf ekki að viðhalda með ærnum tilkostnaði gamla veginum um Víkurskarð". 

Einnig vildi hann hefja framvæmdir strax og opna göngin um áramótin 2009-2010. Hæglega væri hægt að klára verkið á 2 árum. Nú er verið að tala um að því ljúki sumarið 2012.

Heyrðu... ganga hlutirnir sem sagt ekki eins hratt fyrir sig þegar þú ert orðinn ráðherra?

Í fréttum RÚV 24. maí 2007 eftir kosningar þegar Kristján Möller var nýorðinn samgönguráðherra þá mundi hann ennþá en þó óljóst eftir þessari stefnu sinni og Samfylkingarinnar.

"Ég er þeirrar skoðunar að það eigi jafnræði og jafnrétti að ríkja hjá öllum landsmönnum án tillits til hvar þeir eiga heima og ef aðrir vegir verða gjaldfrjálsir þá eiga að sjálfsögðu Vaðlaheiðargöng að vera það líka."

Og aðspurður um þá skoðun að flýta framkvæmdum dró hann í land og sagði óábyrgt að segja eitthvað um það.

Bíddu... var þá ekki óábyrgt að tala með þeim hætti fyrir kosningar þegar þú þurftir á atkvæðunum að halda?

Þess má líka geta að ekkert er minnst á Sundabraut í áætluninni enda er það í takt við stöðugan flótta ráðherra frá málinu. Það er einfaldlega ekki á dagskrá!

Bendi á góðan pistil Péturs Gunnarssonar á Eyjunni um það hér


mbl.is 11 milljarðar í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já það er margt skrítið í kýrhausnum. 

Hvernig væri nú að fara að vinna í vegagerð þar sem virkileg ÞÖRF er á því.  Allt þetta ár hafa verið 643 km á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar, en eru á sumrin 173 km að miklu leiti á lélegum 60 ára gömlum malarvegi.  Þessi lenging jafngildir því að Selfyssingur þurfi að keyra norður KJÖL og suður Holtavörðuheiði til Reykjavíkur.

Ég veit að víða þarf að laga vegi EN HALLÓ....VIÐ EIGUM LÍKA RÉTT Á ÞJÓNUSTU.  EKKI FÁUM VIÐ NEINN AFSLÁTT Á SKATTANA OKKAR ÞÓ SVO AÐ VIÐ FÁUM FJANDANN EKKERT TIL BAKA.

Þið verið bara að afsaka það, að mér finnst bara engin þörf á Sundabraut og ekki nota það fyrir afsökun að það omi landsbyggðinni svo vel.  Það er tómt kjaftæði, við þurfum að fá bættar samgöngur þar sem við erum.  Umferðina í Reykjavík má auðveldlega bæta með alvöru almenningssamgöngum, eins og aðrar þjóðir gera....

En mér finnst það alveg vera skýrt, enginn flugvöllur=engin Sundabraut.

Sigurður Jón Hreinsson, 13.3.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: maddaman

Algjörlega sammála þér með vegabætur t.d. á Vestfjörðum þótt ég sé höfuðborgarbúi... en það er líka þörf á Sundabraut og eflingu almenningssamgangna!

maddaman, 13.3.2008 kl. 22:33

3 identicon

KLM skrifar í Fréttablaðið í dag (s. 19) um samgöngubætur. Hann segir Sundabraut næstu stórframkvæmd. Lofar Vaðlaheiðargöng, tvöfaldan Suðurlandsveg og háhraðanet. Ekki orð um veggjald.

Zunderman (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband