15.3.2008 | 00:44
Ráðherra í ruglinu!
Kristján Möller er í ruglinu. Ráðherraferillinn byrjaði nú ekki gæfulega með Grímseyjarferjumálinu og þegar hann ætlaði að redda sér fyrir horn með því að hengja skipaverkfræðinginn fyrir allt klúðrið. Ekki bætti nú úr skák þegar aðstoðarmaður hans Róbert Marshall mætti í Kastljósið sem kórdrengur með kjaft!
Ofan á það leggjast svik hans nú við kjósendur í NA-kjördæmi sem kusu hann m.a. út á fögur fyrirheit um gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng strax. Það er ekki að fara að gerast. Eins hunsaði hann flokksbróður sinn og þáverandi borgarstjóra í umræðunni um Sundabraut. Það er komið í ljós að hún er ekki á dagskrá.
Ráðherrann kvartaði svo og kveinaði yfir rangfærslum í Fréttablaðinu þar sem "ranglega" væri haft eftir honum að Vaðlaheiðargöng væru í forgangi framyfir Sundabraut. En hvað hefur síðan komið í ljós? Síðan las ég áðan pistil eftir Magnús Halldórsson blaðamann sem skrifaði greinina sem ráðherra var ósáttur við. Þvílíkur yfirgangur hjá þeim Möller og Marshallaðstoðinni... svona virkar þetta víst hjá hinum háu herrum! Hvet alla til að lesa pistilinn á bloggsíðu Magnúsar.
Tek það fram að fréttamenn eiga að hafa rétt og satt eftir viðmælendum og eiga það stundum sjálfir til að vera með yfirgang. Þeir bera fyrst og fremst skyldur gagnvart almenningi að veita réttar upplýsingar.... jafnvel þótt valdamönnum "líki" það ekki! Því miður virðist skorta oft töluvert upp á gagnrýna umfjöllun nú til dags!
13.3.2008 | 21:59
Samgönguráðherra fyrir og eftir!
Kristján L Möller samgönguráðherra sló um sig á blaðamannafundi í morgun og tilkynnti viðauka við samgönguáætlun þar sem kom fram að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng eigi að hefjast á næsta ári. Báðar þessar framkvæmdir verða í einkaframkvæmd en gert er ráð fyrir að helmingur kostnaðarins af Vaðlaheiðargöngum verði innheimtur með veggjöldum.
Rifjum upp fyrri ummæli Kristjáns Möller varðandi þetta mál fyrir kosningar:
Kristján Möller í fréttum Rásar 1 og 2 3. apríl 2007 kl. 18.00
Samfylkingin vill að ríkissjóður kosti gerð Vaðlaheiðarganga þannig að ekki þurfi að krefjast veggjalds.
Kristján Möller sagði að "aðalatriðið er það að við erum líka að segja það að við viljum hafa þessi göng gjaldfrjáls".
Grein Kristjáns Möller á vef Samfylkingarinnar 20. apríl 2007
"Vaðlaheiðargöng eiga að okkar mati að vera annað hvort hefðbundin ríkisframkvæmd með fjárveitingu eða lántöku ríkissjóðs eða einkaframkvæmd þar sem verktakar framkvæma og fjármagna verkið og fá það síðan greitt til baka frá ríkissjóði."
"Ég er með þessu að segja að veggjald verði ekki innheimt af notendum Vaðlaheiðarganga, ekki frekari en fyrir notkun fyrirhugaðrar Sundabrautar og Suðurlandsvegar þegar hann verður tvöfaldaður. Jafnréttis- og jafnræðissjónarmið ráða því þessari hugmynd minni. Rétt er líka að benda á að verði Vaðlaheiðargöng gjaldfrjáls þarf ekki að viðhalda með ærnum tilkostnaði gamla veginum um Víkurskarð".
Einnig vildi hann hefja framvæmdir strax og opna göngin um áramótin 2009-2010. Hæglega væri hægt að klára verkið á 2 árum. Nú er verið að tala um að því ljúki sumarið 2012.
Heyrðu... ganga hlutirnir sem sagt ekki eins hratt fyrir sig þegar þú ert orðinn ráðherra?
Í fréttum RÚV 24. maí 2007 eftir kosningar þegar Kristján Möller var nýorðinn samgönguráðherra þá mundi hann ennþá en þó óljóst eftir þessari stefnu sinni og Samfylkingarinnar.
"Ég er þeirrar skoðunar að það eigi jafnræði og jafnrétti að ríkja hjá öllum landsmönnum án tillits til hvar þeir eiga heima og ef aðrir vegir verða gjaldfrjálsir þá eiga að sjálfsögðu Vaðlaheiðargöng að vera það líka."
Og aðspurður um þá skoðun að flýta framkvæmdum dró hann í land og sagði óábyrgt að segja eitthvað um það.
Bíddu... var þá ekki óábyrgt að tala með þeim hætti fyrir kosningar þegar þú þurftir á atkvæðunum að halda?
Þess má líka geta að ekkert er minnst á Sundabraut í áætluninni enda er það í takt við stöðugan flótta ráðherra frá málinu. Það er einfaldlega ekki á dagskrá!
Bendi á góðan pistil Péturs Gunnarssonar á Eyjunni um það hér.
![]() |
11 milljarðar í framkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2008 | 21:13
Er þörf á þremur nýjum sendiherrum?
Í tilefni skipulagsbreytinga í Utanríkisráðuneytinu fyrir rúmu ári síðan hélt þáverandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, athyglisverða ræðu þar sem meðal annars eftirfarandi kom fram:
"Það liggur ljóst fyrir að í dag er fjöldi sendiherra í utanríkisþjónustunni nokkuð umfram þarfir ráðuneytisins. Ég hyggst því ekki skipa fleiri sendiherra á þessu kjörtímabili".
Þessar áherslubreytingar í tengslum við nýtt skipulag í ráðuneytinu mörkuðu að miklu leyti upphafi nýrra tíma í utanríkisþjónustunni.
Nýr utanríkisráðherra ætti kannski að þetta til fyrirmyndar í tilefni frétta dagsins um skipan þriggja nýrra sendiherra! Að gefnu tilefni er einnig vert að minna formann Samfylkingarinnar á ályktanir eigin flokks um að faglegra sjónarmiða sé gætt við ráðningar starfsmanna í utanríkisþjónustunni.
![]() |
Sigríður Anna skipuð sendiherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agnarbragi
-
agnarb
-
vestfirdingurinn
-
safinn
-
birkir
-
dofri
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
neytendatalsmadur
-
mummiskula
-
hallurmagg
-
hl
-
smalinn
-
hlini
-
jonfinnbogason
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skjalfandi
-
lafdin
-
kristbjorg
-
margretsverris
-
suf
-
siggi-hreins
-
kaupfelag
-
stefanbogi
-
steinunnanna
-
valdisig
-
vefritid