29.2.2008 | 01:53
Kjartan og Ásta
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessa skipun í stjórn REI. Á móti kemur er mjög nauðsynlegt að það sé komin stjórn yfir fyrirtækið sama hversu óheppileg hún er. Ég er að mörgu leyti sammála því að pólitíkusar eigi ekki heima í þessari stjórn eftir allt sem hefur gengið á. En auðvitað eru sjálfstæðismenn ekki sammála þessu, borgarfulltrúagengið var á sínum tíma ekki alveg sátt við að vera "ekki með" í stjórn OR og REI og ekki parhrifið af Villa og hans vinum þar inni. Nú hefur þetta lið tögl og haldir í öllu borgarkerfinu, Villi kallinn aðeins formaður borgarráðs.
En athyglisvert að skoða Ástu Þorleifsdóttur og þennan blessaða F lista. Fyrirgefið, en hvaða "umboð" hefur hún... hún er ekki borgarfulltrúi og ekki varaborgarfulltrúi... heldur situr í hvað... 4. sæti listans og fer með öll þessi veigamiklu embætti. Ég spyr - er það eðlilegt?
Af hverju er ekki endalaust verið að stönglast á "þeirra hlut" í borginni eins og framsóknarmenn fengu yfir sig á sínum tíma (sem er stjórnmálaflokkur með skipulag og kjörnir fulltrúar sátu þó í helstu embættunum). Mikil völd og hvað er þessi F listi annars? Samansafn af liði sem fáir skilja og fer með stjórn borgarinnar... og nota bene "ekki á ábyrgð Frjálslynda flokksins". Stórfurðulegt alveg!
En margumrædd Ásta er m.a. varaformaður stjórnar OR og REI, í stjórn Faxaflóahafna, í Umhverfis- og samgönguráði (spurning hvort búið sé að "leiðrétta" þetta með varaformennskuna?), varaformaður Menntaráðs. Og síðan er Ólafur F. í æðsta embætti borgarinnar, sjálfur borgarstjóri! Sjálfstæðismönnum hefur tekist að downgrade-a æðsta embætti borgarinnar og nota sem skiptimynt til að komast til valda.
Hvernig væri ef fjölmiðlar myndu núna hamast í þessu liði t.d. velta sér upp úr launagreiðslum þess fyrir og eftir meirihlutaskipti! Líklega töluverður munur þar á!
Jæja, aftur að lesa...
![]() |
Leitað að fagstjórnanda í REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2008 | 23:44
Heyrt þetta áður?
![]() |
Besta staðsetningin við Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 00:34
Aftur toppar Eyjan!
Eyjan.is er hástökkvari vikunnar í samræmdri vefmælingu Modernus í 8. viku með tæplega 47 þúsund notendur...og er það met hjá Eyjufólki enda frábær síða... TIL HAMINGJU!
24.2.2008 | 15:27
Leikhús fáránleikans
![]() |
Ákvörðun síðar um borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2008 | 01:53
Áfram FJÖLNIR!
Upphitun í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum kl. 14:00. Þar verður troðslusýning, rúlluboltakeppni, skotkeppni, andlitsmálun, tónlist og hið stórgóða Fjölnislag tekið. Rútuferðir í Höllina kl. 15:20.
Spurning um að skella sér?
23.2.2008 | 23:48
And the winner is...
Já... athyglisvert! Sat heima í kvöld eftir árshátíðina í gær og horfði á Laugardagslögin með öðru ásamt heimildaleit á netinu. Og... þar sem allir eru að tala um þetta... þá er kannski málið að vera bara með!
Var nú búin að spá því fyrirfram að þetta yrðu lögin í topp þremur...
Dr. Spock... já gúmmíhanskarnir... var kannski ekki að ná þessu concepti alveg... söngur og texti frekar slappt en lagið sjálft gott á köflum.
Merzedes Club... Rebekka ótrúlega flott stelpa og það allra besta við atriðið alveg frá upphafi, lagið grípandi, textinn góður nema kannski chorusinn frekar cheesy en... ég veit ekki hvort mækinn hafi verið svona off eða lágt stilltur... það vantaði allan kraft í sönginn og því dynamík í lagið... gaurarnir aukaatriði. Hélt að þau myndu vinna áður en þetta byrjaði í kvöld!
Eurobandið... mikil framför með enska textanum hans Palla og mun kröftugra lagi... einnig voru þau komin í almennilegt júniform og framsetningin mun betri... fékk samt aulahroll yfir þessu "óóó" í miðjunni þegar þau litu hvort á annað... eins má ekki klikka á háu tónunum!
Fróðlegt væri að sjá skiptingu atkvæða og vita hve mikið bar í milli. Annars fannst mér alltaf lagið hennar Svölu best... strákurinn mikil týpa og kúl tónn í laginu... veit ekki með sönginn, lagið býður heldur ekki upp á einhverjar gloríur í þeim efnum???
En nú er bara að plana Eurovision partý 22. maí... Ísland í seinni undankeppninni... spurning hvort við komust áfram í þetta sinn???
![]() |
Eurobandið fer til Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agnarbragi
-
agnarb
-
vestfirdingurinn
-
safinn
-
birkir
-
dofri
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
neytendatalsmadur
-
mummiskula
-
hallurmagg
-
hl
-
smalinn
-
hlini
-
jonfinnbogason
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skjalfandi
-
lafdin
-
kristbjorg
-
margretsverris
-
suf
-
siggi-hreins
-
kaupfelag
-
stefanbogi
-
steinunnanna
-
valdisig
-
vefritid