Leita í fréttum mbl.is

Mikið til í þessu..

Eftir stúdentinn úr Verzló þá langaði mig að breyta til og fór í hárgreiðslunám í Iðnskólanum í Reykjavík. Fannst það bara ótrúlega skemmtilegt og fann mig vel í því. Á sama tíma tók ég líka nokkra áfanga í viðskiptafræði í Háskólanum með. Eftir tvær annir í verknáminu (sleppti auðvitað því bóklega því ég er stúdent) þá var komið að ákveðnum tímamótum... tæplega 1 ár á samningi. Vinna fullan vinnudag og fá rúmlega 60 þús í laun... og einmitt eins og Gabríela segir... litið niður á og misnotaða... því oft á tíðum eru nemarnir ekki þarna til að læra og verða færari í faginu, heldur sem ódýrt vinnuafl. 

Eins og oft hefur komið fram þá er viðhorf gagnvart iðnmenntun á ótrúlega lágu plani hérna heima. Það situr svo í mér einu sinni þegar ég átti leið í Kringluna þá stoppaði mig einn af þessum "catch-all" sölumönnum Kaupþings og vildi sko endilega fá mig í viðskipti og bauð hitt og þetta... þá var sem sagt ekki komin "kreppa" á fjármálamarkaði... en síðan spurði hann mig hvað ég væri að gera og ég sagði að ég væri í að læra hárgreiðslu... minntist ekkert á viðskiptafræðina enda bara nokkuð stolt af þessu... hann leit á mig með þvílíkum vanvirðingarsvip og kom því vel á framfæri hversu ömurlegt honum fannst þetta... ég gæti nú gert mikið betur. Ég labbaði bara í burtu en hef hunsaði þessa sölumenn og þetta fyrirtæki síðan.


mbl.is „Iðnnemar misnotaðir á vinnumarkaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband