15.3.2008 | 00:44
Ráðherra í ruglinu!
Kristján Möller er í ruglinu. Ráðherraferillinn byrjaði nú ekki gæfulega með Grímseyjarferjumálinu og þegar hann ætlaði að redda sér fyrir horn með því að hengja skipaverkfræðinginn fyrir allt klúðrið. Ekki bætti nú úr skák þegar aðstoðarmaður hans Róbert Marshall mætti í Kastljósið sem kórdrengur með kjaft!
Ofan á það leggjast svik hans nú við kjósendur í NA-kjördæmi sem kusu hann m.a. út á fögur fyrirheit um gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng strax. Það er ekki að fara að gerast. Eins hunsaði hann flokksbróður sinn og þáverandi borgarstjóra í umræðunni um Sundabraut. Það er komið í ljós að hún er ekki á dagskrá.
Ráðherrann kvartaði svo og kveinaði yfir rangfærslum í Fréttablaðinu þar sem "ranglega" væri haft eftir honum að Vaðlaheiðargöng væru í forgangi framyfir Sundabraut. En hvað hefur síðan komið í ljós? Síðan las ég áðan pistil eftir Magnús Halldórsson blaðamann sem skrifaði greinina sem ráðherra var ósáttur við. Þvílíkur yfirgangur hjá þeim Möller og Marshallaðstoðinni... svona virkar þetta víst hjá hinum háu herrum! Hvet alla til að lesa pistilinn á bloggsíðu Magnúsar.
Tek það fram að fréttamenn eiga að hafa rétt og satt eftir viðmælendum og eiga það stundum sjálfir til að vera með yfirgang. Þeir bera fyrst og fremst skyldur gagnvart almenningi að veita réttar upplýsingar.... jafnvel þótt valdamönnum "líki" það ekki! Því miður virðist skorta oft töluvert upp á gagnrýna umfjöllun nú til dags!
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agnarbragi
-
agnarb
-
vestfirdingurinn
-
safinn
-
birkir
-
dofri
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
neytendatalsmadur
-
mummiskula
-
hallurmagg
-
hl
-
smalinn
-
hlini
-
jonfinnbogason
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skjalfandi
-
lafdin
-
kristbjorg
-
margretsverris
-
suf
-
siggi-hreins
-
kaupfelag
-
stefanbogi
-
steinunnanna
-
valdisig
-
vefritid
Athugasemdir
er það nú ekki að hengja bakara fyrir smið að ætla að kenna Krisjáni um Grímseyjarferju klúðrið...já gaman væri ef það væri hægt að fara í allar vegaframkvædir í einu og grafa öll þau göng sem fólk í hinum ýmsu byggðum landsins vilja fá í sína fjórðunga en það er nú ekki svo gott þar sem við erum ekki brunei eða sitjum á stórum oliulindum til að borga brúsann með.
steiner (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 02:45