Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Óvissuferð

Við "beljurnar" fórum í ótrúlega skemmtilega óvissuferð um síðustu helgi. Við byrjuðum í brunch heima hjá Guðrúnu Ástu, síðan var farið í leiki í Laugardalnum, svo á skauta í Skautahöllinni og að lokum í magadans í Magadanshúsinu. Það var mjög skemmtilegt og við hlógum okkur máttlausar á meðan þessu stóð.

Eftir þetta allt saman skellti hópurinn sér í pottinn á Hótel Loftleiðum til að undirbúa sig fyrir kvöldið. Þangað kom svo rúta og fór með okkur heim til Ernu þar sem við borðuðum og skemmtum okkur fram eftir kvöldi. Anna Rut, Erna og Guðrún Ásta voru stóðu sig geðveikt vel í skipulagningunni... nú þurfum við Jana og Edda Lára að toppa þetta í næstu óvissuferðarnefnd. Takk stelpur fyrir brilliant dag! Hérna koma svo nokkrar myndir frá herlegheitunum...

IMG_0048_1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0062_1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0071_1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0077_1


Nýjar græjur...

Ég lét loksins verða af því að kaupa mér alvöru myndavél í síðustu viku. Hef reyndar verið að hugsa um það töluvert lengi en ákvað að slá til og skellti mér á eitt stykki Canon EOS 400D. Algjör snilldargræja... en síðan komst ég að því að ég kunni ekki nokkurn skapaðan hlut á hana... og leiðbeiningarnar voru á skandinavísku sem er ekki my thing! Hef verið að fikta aðeins á vélina og þakkaði guði fyrir AUTO stillinguna á henni sem reddaði alveg málunum.

Rakst síðan á ljósmyndanámskeið á netinu og ákvað að skella mér. Og viti menn, þar var okkur fyrst kennt að nota ALDREI AUTO! Jahá, einmitt... en nú er ég búin að læra alveg helling á nýju vélina og algjörlega nýr heimur að opnast fyrir manni... og þetta er ótrúlega skemmtilegt! Held að ég sé að fá nýja dellu, farin að skoða hin ýmsu tímarit um ljósmyndun. Bara ef maður væri svona áhugasamur um það sem maður á að vera að læra... hmmm!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband