3.12.2007 | 01:11
Framkvæmdir
Þessa dagana er nóg að gera í breytingum á heimilinu. Ég er einstaklega dugleg að koma mér í svona project þegar ég á að vera að gera eitthvað annað þ.e. lesa fyrir próf. En síðustu dagar hafa ekki alveg gengið þrautalaust fyrir sig. Töluvert hefur verið um innkaup á ýmsum hlutum, s.s. innréttingum, vaski, blöndunartækjum, málningu, flísum og öllu sem því fylgir.
En vesenið byrjaði í flísabúðinni... þá kom í ljós þegar komið var á lagerinn að flísarnar sem ég keypti voru bara ekki til. Skrambinn... en fékk aðrar svipaðar en þó ekki eins Síðan var hafin leit að the blöndunartækjum og fundust þau eftir nokkra leit í Húsasmiðjunni en voru uppseld. Þá var farið í næstu Húsasmiðjubúð en þau voru uppseld þar líka. Þá var mér bent á Egg og þangað fór ég og fékk góssið loksins. Síðan þegar heim var komið var engin botnloka... damn... önnur ferð í Húsasmiðjuna en botnlokan ekki til, síðan næstu búð en ekki heldur til.. þá var mér loksins sagt að botnlokan ætti að fylgja með tækinu og því var farin önnur ferð í Egg og þar fékk ég botnlokuna eftir mikið maus
En gleðin var ekki búin... því nú var komið að því að setja saman fínu háglans innréttingarnar. Nema hvað að þær voru bara alls ekki háglans... heldur var einn skápurinn með möttum hvítum hurðum, annar með álhurðum og þriðji ekki með neinum... FRÁBÆRT... arrghh
Þá hafði starfsmaðurinn klikkað svona á vörunúmerunum í tölvunni að ekkert í pöntuninni var rétt... úff þarna átti ég ekki von á góðu en sem betur fer reddaðist þetta og ég fékk réttar hurðir og hliðar.
Það er reyndar mjög áhugavert að fylgjast með kaupmennsku þessa daga... það er eins og verslanir skýli sér endalaust á bak við starfsmannaskort... lítil sem engin þjónusta, mistök, rangar upplýsingar o.s.frv. Þetta er hættuleg þróun ef svona þykir bara allt í lagi... því það sé nýtt fólk eða fátt fólk. Ef þjónustan skerðist svo mikið þá ætti vöruverðið að lækka í samræmi við það ef viðskiptavinirnir eiga bara að vera í "self service". Því miður virðist umhverfið vera þannig að neytendur hafa lítinn sem engan rétt. Þetta verður að laga!
Annars ganga framkvæmdir vel, flísarnar komnar á baðið, búið að mála og skrúfa saman flestar innréttingarnar sem á svo að setja upp á morgun. Síðan var aðeins flikkað upp á eldhúsið svona í leiðinni.
29.11.2007 | 12:36
Umræðupólítík
29.11.2007 | 12:32
Pæling

24.11.2007 | 19:33
Jólabókin í ár?
Við kíktum nokkur saman í Mál og menningu í gær að tilefni útgáfu nýrrar bókar Guðna Ágústssonar, formann Framsóknarflokksins. Þar var fjölmenni og mátti sjá nokkur þekkt andlit s.s. Alfreð Þorsteins, Össur, Magga Stefáns, Loga Bergmann, Kristinn Hrafnsson, Kötu Júl, Ragnheiði Elínu, Kolbrúnu Bergþórs o.fl. Það verður eflaust fróðlegt að kíkja í þessa um jólin...
24.10.2007 | 01:00
Flashback
Við vinkonurnar úr Verzló erum farnar að mæta galvaskar í blak núna alla þriðjudaga í íþróttahúsinu í Verzló. Já blak... það er sem sagt eins konar "þjóðaríþrótt" í Verzló! Ég man hvað okkur þótti þetta ótrúlega glatað þegar við byrjuðum, vildum helst alltaf fara bara í fótbolta! En það breyttist og fljótlega vildum við bara vera í blaki... kepptum á mótum innan skólans og hvaðeina.
En vá hvað er skrýtið að upplifa aftur framhaldsskólaárin. Bara það að labba inn í húsið, mæta starfsfólkinu og kennurunum sem maður by the way þekkir ennþá... þá rifjast ýmislegt upp! Fyndið hvað allt virðist vera samt svipað... þótt blakhæfileikarnir hafi reyndar aðeins farið minnkandi þessi þrjú ár sem við vorum í pásu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agnarbragi
-
agnarb
-
vestfirdingurinn
-
safinn
-
birkir
-
dofri
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
neytendatalsmadur
-
mummiskula
-
hallurmagg
-
hl
-
smalinn
-
hlini
-
jonfinnbogason
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skjalfandi
-
lafdin
-
kristbjorg
-
margretsverris
-
suf
-
siggi-hreins
-
kaupfelag
-
stefanbogi
-
steinunnanna
-
valdisig
-
vefritid