Leita í fréttum mbl.is

Hvar er skýrslan?

Af hverju er ekki hægt að birta þessa blessuðu skýrslu? Er eitthvað að fela?

Í frétt Morgunblaðsins 15. apríl sl. segir:

"Fjármálafyrirtækið Oliver Wyman mun skila skýrslu um samhæft endurmat á Nýja Landsbankanum (NBI), Nýja Kaupþingi og Íslandsbanka eigi síðar en á miðnætti í dag, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Heimildir Morgunblaðsins herma að kynning verði unnin upp úr skýrslunni og hún gerð opinber í kjölfarið. Það gæti gerst strax á morgun. "

Ég spyr aftur... af hverju er ekki búið að birta þessa skýrslu sem átti að birta 15. apríl?

"Þegar skýrslu Oliver Wyman hefur verið skilað inn eiga formlega viðræður um skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna að hefjast.

Þær munu fara fram á milli ráðgjafa stjórnvalda, sem er enska ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint, og þriggja alþjóðlegra ráðgjafa sem skilanefndir bankanna hafa ráðið til að sjá um hagsmuni kröfuhafa þeirra. Stefnt er að því að þessum viðræðum ljúki í síðasta lagi 18. maí næstkomandi.

Ef ekki tekst að semja um niðurstöðu á þeim tíma er hluti kröfuhafanna reiðubúinn að stefna ríkinu og bönkunum til að tryggja hagsmuni sína."

Oliver Wyman skilaði inn skýrslu um endurmat á bönkunum á miðnætti 15. apríl sl. Hluti kröfuhafa er reiðubúinn að stefna ríkinu og bönkunum ef ekki er búið að semja um skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna. Megum við einhvern tíma missa? Eru þessar formlegu viðræðu hafnar?

Af hverju er þessum spurningum ekki svarað af ráðamönnum þjóðarinnar heldur kjósa þeir að snúa út úr og svara ekki beint?

Við kjósum ekki eftir á!

 


mbl.is Skýrsla ekki birt en forsendur skýrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband