12.12.2008 | 05:38
Skattahækkanir
Það er ekki einungis verið að boða 1% hækkun á tekjuskatti þessa dagana. Sveitarfélögum er einnig veitt heimild til hækkunar á útsvarsprósentu til að koma til móts við fyrirhugaða niðurfellingu á aukaframlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem á þessu ári nam 1.400 milljónum. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að hækkun útsvars sveitarfélaga komi til móts við aukaframlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem að óbreyttu munu falla niður um næstu áramót.
Nú er búið að samþykkja 12,5% hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum og í ofanálagt er enn verið að auka töluvert álögur á bifreiðaeigendur og atvinnurekendur með 12,5% hækkun á olíugjaldi og kílómetragjaldi, vörugjaldi af ökutækjum og eldsneyti sem líklega fer beint út í verðlagið og ekki er á bætandi.
Rökstuðningur fyrir þessu er hin hefðbundni frasi... vísitöluhækkun! A.m.k. er ekki hægt að réttlæta þessa hækkun þar sem verið er að að standa straum af auknum kostnaði við vegagerð og viðhald vega. Því samkvæmt drögum að fjárlagafrumvarpi 2009 er verið að skerða opinberar framkvæmdir um 11 milljarða, og þar af er helmingur í samgöngumálum.
Fjárhæð olíugjalds var 41 kr. á hvern lítra af olíu en verður 46,12 kr og hækkar um 5,12 kr. á hvern lítra. Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum hækkar einnig samsvarandi.
Bifreiðagjald á hverju gjaldtímabili var 6,83 kr. en verður 7,68 kr. fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar allt að 1.000 kg. Gjald verður 10,36 fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar umfram það að 3.000 kg en var 9,21 kr. Vörugjald af hverjum lítra af bensíni hækkar úr 9,28 kr. í 10.44 kr.
Með kveðju frá ríkisstjórninni!
Áfengisverð hækkar ekki strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agnarbragi
- agnarb
- vestfirdingurinn
- safinn
- birkir
- dofri
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- neytendatalsmadur
- mummiskula
- hallurmagg
- hl
- smalinn
- hlini
- jonfinnbogason
- jon-o-vilhjalmsson
- skjalfandi
- lafdin
- kristbjorg
- margretsverris
- suf
- siggi-hreins
- kaupfelag
- stefanbogi
- steinunnanna
- valdisig
- vefritid
Athugasemdir
Ég hef ekki áhyggjur af áfengishækkuninni. Áfengi er þannig séð munaðarvara og skárra að ríkið hækki það til að fá tekjur frekar en nauðsynjaþjónustu.
Af olíugjaldinu hef ég á móti áhyggjur og skil ekki fullkomlega yfirlýsingua sem ríkisstjórnin sagði að hún væri ekki verðbólguhvetjandi. Ég skil það ekki því þessi hækkun veltur væntanlega út í verðlagið á öllum stöðum - flutningsgjöld hækka og þá hækkar vöruverðið í búðunum. Strætó verður dýrari í rekstri og þá hækkar fargjaldið o.s.frv.
Paul McShane!!!
Zunderman (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:20