10.5.2008 | 21:21
Afmælisplön...
Það verður athyglisverður afmælisdagur í næstu viku... próf á afmælisdaginn sjálfan og daginn eftir... skemmtilegt að eiga afmæli á þessum tíma ársins...
Annars er ég eiginlega löngu búin að ákveða hvernig halda eigi upp á daginn eða daginn eftir öllu heldur... það mun gerast á nokkra vegu... í fyrsta lagi með próflokum ... í öðru lagi á Fjölnisvellinum 15. maí á Fjölnir - KR (er bæði KR-ingur og Fjölnismaður, samt aðeins meira gul/blá þessa dagana)... og svo var að bætast við beljuklúbbur í vikunni þar á eftir... ekki slæmt það!
Svona rétt til upphitunar er rétt að fagna tvöföldum sigri í dag
Hér er linkur á eitt besta stuðningsmannalag sumarsins... Fjölnislagið!!!
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agnarbragi
- agnarb
- vestfirdingurinn
- safinn
- birkir
- dofri
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- neytendatalsmadur
- mummiskula
- hallurmagg
- hl
- smalinn
- hlini
- jonfinnbogason
- jon-o-vilhjalmsson
- skjalfandi
- lafdin
- kristbjorg
- margretsverris
- suf
- siggi-hreins
- kaupfelag
- stefanbogi
- steinunnanna
- valdisig
- vefritid
Athugasemdir
Örfá orð um stuðningsmannalög.
KR lagið hefur enst vel og nær því að vera gott lag (sem er meira en verður sagt um mörg stuðningsmannalög).
Keflavík fær heiðursverðlaunin. Hver sem teflir fram Rúnna Júl byrjar með 100 rokkstig í forskot.
Áhugaverðasta lagið sem ég hef heyrt er Víkingslagið. Það er samið af Geirfuglunum/Miðnesmönnunum Stefáni Magnússyni og Frey Eyjólfs. Yndislega blúsað, álitlegur texti og nokkur óvænt hljómaskipti.
Versta stuðningsmannalag sem ég hef heyrt er Haukalagið. Blessunarlega fann ég það ekki þrátt fyrir leit. Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvað mönnum gekk til með að leggja „Haukar - Haukar - Haukar eru alltaf bestir.“
Í staðinn er komið lag sem Páll Rósinkranz syngur. Laglínan er þannig að enginn (vonandi) man hana eða getur sungið með. Textinn er uppfullur af marg, margtuggðum ógeðslegum klisjum. Hryllingur.
Zunderman (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:27