Leita í fréttum mbl.is

Kjartan og Ásta

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessa skipun í stjórn REI. Á móti kemur er mjög nauðsynlegt að það sé komin stjórn yfir fyrirtækið sama hversu óheppileg hún er. Ég er að mörgu leyti sammála því að pólitíkusar eigi ekki heima í þessari stjórn eftir allt sem hefur gengið á. En auðvitað eru sjálfstæðismenn ekki sammála þessu, borgarfulltrúagengið var á sínum tíma ekki alveg sátt við að vera "ekki með"  í stjórn OR og REI og ekki parhrifið af Villa og hans vinum þar inni. Nú hefur þetta lið tögl og haldir í öllu borgarkerfinu, Villi kallinn aðeins formaður borgarráðs.

En athyglisvert að skoða Ástu Þorleifsdóttur og þennan blessaða F lista. Fyrirgefið, en hvaða "umboð" hefur hún... hún er ekki borgarfulltrúi og ekki varaborgarfulltrúi... heldur situr í hvað... 4. sæti listans og fer með öll þessi veigamiklu embætti. Ég spyr - er það eðlilegt?

Af hverju er ekki endalaust verið að stönglast á "þeirra hlut" í borginni eins og framsóknarmenn fengu yfir sig á sínum tíma (sem er stjórnmálaflokkur með skipulag og kjörnir fulltrúar sátu þó í helstu embættunum). Mikil völd og hvað er þessi F listi annars? Samansafn af liði sem fáir skilja og fer með stjórn borgarinnar... og nota bene "ekki á ábyrgð Frjálslynda flokksins". Stórfurðulegt alveg! 

En margumrædd Ásta er m.a. varaformaður stjórnar OR og REI, í stjórn Faxaflóahafna, í Umhverfis- og samgönguráði (spurning hvort búið sé að  "leiðrétta" þetta með varaformennskuna?), varaformaður Menntaráðs. Og síðan er Ólafur F. í æðsta embætti borgarinnar, sjálfur borgarstjóri! Sjálfstæðismönnum hefur tekist að downgrade-a æðsta embætti borgarinnar og nota sem skiptimynt til að komast til valda. 

Hvernig væri ef fjölmiðlar myndu núna hamast í þessu liði t.d. velta sér upp úr launagreiðslum þess fyrir og eftir meirihlutaskipti! Líklega töluverður munur þar á!

Jæja, aftur að lesa... 


mbl.is Leitað að fagstjórnanda í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Ég er sammála Ég er mjög undrandi á því að fjölmiðlar skuli ekki ræða það við Ólaf þegar frjálslyndir eru búnir að afneita honum. Ég man ekki betur en hann hafi tönglast á því að sjónarmið Frjálslynda flokksins fái nú að njóta sín við stjórn Reykjavíkurborgar. En hann var búinn að yfirgefa þann flokk. Þetta er allt hið furðulegasta mál.

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 29.2.2008 kl. 06:39

2 Smámynd: maddaman

Fjölmiðlar eru að taka mjög vægt á Ólafi eftir veikindaumræðuna. Eins virðist hann taka alla gagnrýni mjög persónulega. Í þeim fáu viðtölum sem hann hefur farið í hafa spyrlarnir verið slappir eða hálf slegnir út af laginu vegna "frasanna" sem hann notar óspart. Því miður er borgarstjórinn ekkert sérstaklega málefnalegur heldur forðast að svara eða snýr útúr þeim spurningum sem hann þó fær.

maddaman, 3.3.2008 kl. 00:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband