23.2.2008 | 23:48
And the winner is...
Já... athyglisvert! Sat heima í kvöld eftir árshátíðina í gær og horfði á Laugardagslögin með öðru ásamt heimildaleit á netinu. Og... þar sem allir eru að tala um þetta... þá er kannski málið að vera bara með!
Var nú búin að spá því fyrirfram að þetta yrðu lögin í topp þremur...
Dr. Spock... já gúmmíhanskarnir... var kannski ekki að ná þessu concepti alveg... söngur og texti frekar slappt en lagið sjálft gott á köflum.
Merzedes Club... Rebekka ótrúlega flott stelpa og það allra besta við atriðið alveg frá upphafi, lagið grípandi, textinn góður nema kannski chorusinn frekar cheesy en... ég veit ekki hvort mækinn hafi verið svona off eða lágt stilltur... það vantaði allan kraft í sönginn og því dynamík í lagið... gaurarnir aukaatriði. Hélt að þau myndu vinna áður en þetta byrjaði í kvöld!
Eurobandið... mikil framför með enska textanum hans Palla og mun kröftugra lagi... einnig voru þau komin í almennilegt júniform og framsetningin mun betri... fékk samt aulahroll yfir þessu "óóó" í miðjunni þegar þau litu hvort á annað... eins má ekki klikka á háu tónunum!
Fróðlegt væri að sjá skiptingu atkvæða og vita hve mikið bar í milli. Annars fannst mér alltaf lagið hennar Svölu best... strákurinn mikil týpa og kúl tónn í laginu... veit ekki með sönginn, lagið býður heldur ekki upp á einhverjar gloríur í þeim efnum???
En nú er bara að plana Eurovision partý 22. maí... Ísland í seinni undankeppninni... spurning hvort við komust áfram í þetta sinn???
![]() |
Eurobandið fer til Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agnarbragi
-
agnarb
-
vestfirdingurinn
-
safinn
-
birkir
-
dofri
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
neytendatalsmadur
-
mummiskula
-
hallurmagg
-
hl
-
smalinn
-
hlini
-
jonfinnbogason
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skjalfandi
-
lafdin
-
kristbjorg
-
margretsverris
-
suf
-
siggi-hreins
-
kaupfelag
-
stefanbogi
-
steinunnanna
-
valdisig
-
vefritid
Af mbl.is
Innlent
- 125 milljarðar í fjármagnskostnað ergja mig
- Ferðamenn í vandræðum við Landmannalaugar
- Víxlverkunarfrumvarp Ingu ekki í fjármálaáætlun
- Stefnt á upptöku 15% alheimslágmarksskatts
- Annað hvert íslenskt heimili með gæludýr
- Stefnt að hallalausum ríkisrekstri 2027
- Daði Már: Fjárlagafrumvarpið aðhaldssamt
- Gert ráð fyrir 15 milljarða halla á ríkissjóði
Erlent
- Tveir lögreglumenn skotnir til bana
- Skutu fimm til bana í Jerúsalem
- Veita 41 milljarði til varnarmála
- Þrjár ungar konur látnar eftir húsbruna í Noregi
- Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að bana þremur með sveppum
- Gefur Hamas sína hinstu viðvörun
- Gerðist plötusnúður 65 ára og slær nú í gegn
- Verkföll lama neðanjarðarlestakerfið í nokkra daga
Athugasemdir
Merzedes Club var falskt, bæði í kvöld og seinustu forkeppni, þrátt fyrir að þau skiptu um bakraddasöngkonu. Frammistaðan verðskuldaði neðsta sætið, blessunarlega fóru þau ekki áfram.
Þó Gillz sé United maður og Ceres 4 fyndinn (sbr. Stoke er djók)
Dr. Spock var töff og lagið vandist vel við hlustun.
Zunderman (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:42