21.12.2007 | 21:16
"Erfið staða"... já einmitt
Ég sat og beið spennt eftir að sjá umfjöllun Kastljóssins um ráðningu sonar Davíðs Oddssonar fv. forsætisráðherra og Seðlabankastjóra í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. Átti mögulega von á langri einræðu og upptalingu um fyrrum embættisfærslur ráðherra Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði, jafnvel dramatískt myndskreytta þar sem nöfn og tengsl viðkomandi poppa upp á skjánum svo ekkert fari fram hjá þeim sem á horfir.
Þvílík vonbrigði... engin einræða og ekki ein mynd Og hið vinsæla orð SPILLING kom heldur ekki fram, heldur er þetta "erfið staða" skv. Kastljósinu... já einmitt! Ég er illa svikin því af nógu er að taka, því þetta er ekki í fyrsta umdeilda dómararáðningin á undanförnum fjórum árum... nei ÞRIÐJA! Og ekki gleyma þeim sem fá að ráða... já ráða í feitu bitana í dómskerfinu sem á að vera hlutlaust og óháð... já það er einmitt alveg að gera sig! Allir stóru kallarnir í Sjálfstæðisflokknum, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde og nú síðast Árni Mathiesen eru augljóslega ekki að hugsa um fólkið í landinu heldur er eitthvað allt annað sem býr undir. Common... við erum ekki að tala um einhvern smá business heldur dómsvaldið í landinu!
Ólafur Börkur Þorvaldsson, systursonur Davíðs Oddssonar
Skipaður hæstaréttardómari af Birni Bjarnasyni 1. sept. 2003. Ekki metinn hæfastur og meira að segja nokkuð langt frá því. Hann hafði ekki bestu prófgráðurnar né starfsreynsluna og fékk ekki meðmæli Hæstaréttar.
Jón Steinar Gunnlaugsson, gamall vinur Davíðs Oddssonar
Skipaður hæstaréttardómari af Geir H. Haarde, settum dómsmálaráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, 29. september 2004. Ekki heldur metinn hæfastur og nokkuð margir á undan. Geir bað Hæstarétt að fara aftur yfir hæfi umsækjenda m.t.t. lögmannsreynslu sem ekki var leitað eftir í upphafi. Á þeirri forsendu skipaði Geir gamla vin Davíðs.
Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar
Og nýjasta dæmið... sonurinn skipaður dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands í gær. Ekki metinn "mjög vel hæfur" eins og þrír aðrir, ekki "vel hæfur" heldur "hæfur" skv. nefnd undir formennsku Péturs Kr. Hafstein sem falið var að meta hæfi umsækjenda. Bæði Pétur Hafstein og Eggert Óskarsson, formaður dómarafélagsins, hafa gagnrýnt ráðninguna opinberlega.
Það besta er hins vegar vörn Árna Matt... hann er einfaldlega ekki sammála nefndinni, mat þeirra sé mjög gallað skv. fréttum RÚV í kvöld (jú, þetta "meikaði það" í fréttirnar á Bláskjá). Árni hefur líklega meiri og betri þekkingu á dómsvaldinu að eigin mati heldur en fagnefnd skipuð m.a. fv. hæstaréttardómara og formanni dómarafélagsins. FRÁBÆRT!
En ég held að ég sakni Helga Seljan... ætli hann sé kominn í jólafrí?
Annars þá er ég ekki frá því að þeir Ólafur Börkur og Árni Matt séu tvífarar dagsins... var einhver búinn að tékka hvort þeir séu eitthvað skyldir???
P.S. myndir fengnar "að láni" frá visir.is.
Vísað í frétt RÚV frá því í kvöld http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item183738/ og Vísi http://www.visir.is/article/20071221/FRETTIR01/71221066
Get ekki vísað í Morgunblaðið af því að það var lítið sem ekkert um þetta mál þar að finna, ótrúlegt en satt!
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agnarbragi
- agnarb
- vestfirdingurinn
- safinn
- birkir
- dofri
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- neytendatalsmadur
- mummiskula
- hallurmagg
- hl
- smalinn
- hlini
- jonfinnbogason
- jon-o-vilhjalmsson
- skjalfandi
- lafdin
- kristbjorg
- margretsverris
- suf
- siggi-hreins
- kaupfelag
- stefanbogi
- steinunnanna
- valdisig
- vefritid
Athugasemdir
Fín samantekt en við hana má samt bæta 11 sendiherrum sem engin þörf var fyrir, Grímseyjarferju og einkavæðingu á Keflavíkurflugvelli svo nokkur dæmi séu nefnd. Grátlegt að fylgjast með fjölmiðlamönnum þegar kemur að málefnum Sjálfstæðisflokksins.
Eggert Sólberg Jónsson, 21.12.2007 kl. 23:08