Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmdir

Þessa dagana er nóg að gera í breytingum á heimilinu. Ég er einstaklega dugleg að koma mér í svona project þegar ég á að vera að gera eitthvað annað þ.e. lesa fyrir próf. En síðustu dagar hafa ekki alveg gengið þrautalaust fyrir sig. Töluvert hefur verið um innkaup á ýmsum hlutum, s.s. innréttingum, vaski, blöndunartækjum, málningu, flísum og öllu sem því fylgir.

En vesenið byrjaði í flísabúðinni... þá kom í ljós þegar komið var á lagerinn að flísarnar sem ég keypti voru bara ekki til. Skrambinn... en fékk aðrar svipaðar en þó ekki eins Crying Síðan var hafin leit að the blöndunartækjum og fundust þau eftir nokkra leit í Húsasmiðjunni en voru uppseld. Þá var farið í næstu Húsasmiðjubúð en þau voru uppseld þar líka. Þá var mér bent á Egg og þangað fór ég og fékk góssið loksins. Síðan þegar heim var komið var engin botnloka... damn... önnur ferð í Húsasmiðjuna en botnlokan ekki til, síðan næstu búð en ekki heldur til.. þá var mér loksins sagt að botnlokan ætti að fylgja með tækinu og því var farin önnur ferð í Egg og þar fékk ég botnlokuna eftir mikið maus Shocking En gleðin var ekki búin... því nú var komið að því að setja saman fínu háglans innréttingarnar. Nema hvað að þær voru bara alls ekki háglans... heldur var einn skápurinn með  möttum hvítum hurðum, annar með álhurðum og þriðji ekki með neinum... FRÁBÆRT... arrghh Angry Þá hafði starfsmaðurinn klikkað svona á vörunúmerunum í tölvunni að ekkert í pöntuninni var rétt... úff þarna átti ég ekki von á góðu en sem betur fer reddaðist þetta og ég fékk réttar hurðir og hliðar.

Það er reyndar mjög áhugavert að fylgjast með kaupmennsku þessa daga... það er eins og verslanir skýli sér endalaust á bak við starfsmannaskort... lítil sem engin þjónusta, mistök, rangar upplýsingar o.s.frv. Þetta er hættuleg þróun ef svona þykir bara allt í lagi... því það sé nýtt fólk eða fátt fólk. Ef þjónustan skerðist svo mikið þá ætti vöruverðið að lækka í samræmi við það ef viðskiptavinirnir eiga bara að vera í "self service". Því miður virðist umhverfið vera þannig að neytendur hafa lítinn sem engan rétt. Þetta verður að laga!

Annars ganga framkvæmdir vel, flísarnar komnar á baðið, búið að mála og skrúfa saman flestar innréttingarnar sem á svo að setja upp á morgun. Síðan var aðeins flikkað upp á eldhúsið svona í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband