18.10.2007 | 01:07
Nýjar græjur...
Ég lét loksins verða af því að kaupa mér alvöru myndavél í síðustu viku. Hef reyndar verið að hugsa um það töluvert lengi en ákvað að slá til og skellti mér á eitt stykki Canon EOS 400D. Algjör snilldargræja... en síðan komst ég að því að ég kunni ekki nokkurn skapaðan hlut á hana... og leiðbeiningarnar voru á skandinavísku sem er ekki my thing! Hef verið að fikta aðeins á vélina og þakkaði guði fyrir AUTO stillinguna á henni sem reddaði alveg málunum.
Rakst síðan á ljósmyndanámskeið á netinu og ákvað að skella mér. Og viti menn, þar var okkur fyrst kennt að nota ALDREI AUTO! Jahá, einmitt... en nú er ég búin að læra alveg helling á nýju vélina og algjörlega nýr heimur að opnast fyrir manni... og þetta er ótrúlega skemmtilegt! Held að ég sé að fá nýja dellu, farin að skoða hin ýmsu tímarit um ljósmyndun. Bara ef maður væri svona áhugasamur um það sem maður á að vera að læra... hmmm!
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agnarbragi
-
agnarb
-
vestfirdingurinn
-
safinn
-
birkir
-
dofri
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
neytendatalsmadur
-
mummiskula
-
hallurmagg
-
hl
-
smalinn
-
hlini
-
jonfinnbogason
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skjalfandi
-
lafdin
-
kristbjorg
-
margretsverris
-
suf
-
siggi-hreins
-
kaupfelag
-
stefanbogi
-
steinunnanna
-
valdisig
-
vefritid