22.1.2008 | 16:18
Sjálfstæðismenn selja sig ódýrt
Jahá... það er miklar sviptingar í stjórnmálunum. Ólafur F. Magnússon hefur ekki bara svikið meirihlutasamstarfið sem hann beitti sér fyrir, heldur líka sitt eigið fólk í borginni. En það sem er ósmekklegast í þessu öllu saman er framganga sjálfstæðismanna í borginni sem er með hreinum ólíkindum. Þau nýta sér stöðu Ólafs og kaupa hann með gylliboðum til samstarfs við sig til þess eins að komast aftur til valda. Til þess að ná aftur völdum í borginni selja þau sig ódýrt. Það eru engin principp eða hugsjónir hér á ferð, það er alveg klárt. Eins og reynt hefur verið að bjarga ímyndinni með yfirlýsingum um principp og hugsjónir sem allir heilvita menn voru klárlega ekki að kaupa. Þá var aðeins eitt í stöðunni... að komast aftur til valda. Enda segir Ólafur F. að sjálfstæðismennirnir hafa verið að þreifa á öllum flokkum frá því að þeir misstu völdin eftir eigin skrípaleik og innanflokksvaldabrölt.
Fróðlegt að lesa frétt Vísi áðan þar sem Ólafur segir að "sú málefnaskrá sem við erum nú með er 70% F-lista stefnuskrárplagg." Það segir allt sem segja þarf um þessa brunaútsölu sjálfstæðismanna. Þeir hafa nú selt sálu sína. Það verður athyglisvert að sjá Gísla Martein og Hönnu Birnu réttlæta breytta afstöðu sína varðandi flugvallarmál og Laugaveginn. Eins og segir um málefnasamninginn á Deiglunni, sem haldið er úti af ungum sjálfstæðismönnum:
Meirihlutasamningurinn sem kynntur var í gær lofar ekki góðu. Hann var bersýnilega settur saman í flýti og að undanskilinni hækkun á tekjumörkum vegna fasteignaskatta er ekkert málefnalega við þennan meirihluta sem miðar að þeim nauðsynlegu breytingum sem gera þarf í borginni - að draga úr útþenslu borgarkerfisins, lækka álögur á borgarbúa og setja kraft í uppbyggingu borgarinnar. Það litla sem má lesa úr þeim 17 punktum sem taldir eru upp eru íhaldssöm viðhorf, varðveisla gamalla kofa og pattstaða í flugvallarmálinu - einu brýnasta verkefni borgarmálanna.
21.1.2008 | 10:13
Að vita...
Af hverju þurfa svona margir að tjá sig um hluti sem þeir hafa ekki hundsvit á. Það er alveg með ólíkindum... og slá sig síðan til riddara með sleggjudómum og dónaskap hér á þessu ágæta moggabloggi. Lítið ykkur nær! Í alvöru... svona skrif sem beinast gegn einstaka persónum hafa áhrif... og skiptir þá engu hvort um opinbera persónu er um að ræða eða aðra sem lenda í kastljósi fjölmiðla.
Þarf í alvöru að minnast aftur á þetta blessaða Lúkasarmál þar sem mannorð einstaklings var eyðilagt einmitt vegna svona dylgja og sleggjudóma.Ómakleg framganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 19:10
SJÓNVARP SÍMANS NIÐRI 5 MÍN Í LEIK... ARRRGGGH!
Ohhhh... ég er alveg að brjálast yfir þessari þjónustu hjá Símanum, sem er vægast sagt ótrúlega léleg! Og núna nokkrum mínútum í ÍSLAND-SVÍÞJÓÐ þá er virkar ekkert, eins og svo oft áður. Nú hljóta notendur að fara að fá nóg af þessari hörmung.
Last mánaðarins fær SJÓNVARP SÍMANS sem er bara tómt vesen!
17.1.2008 | 11:25
Upphitun fyrir EM2008
Jæja, nú er komið að því að Íslendingar sitji fastir við skjáinn þegar flautað verður til leiks Íslands og Svíþjóðar í kvöld. Eins og alltaf er gríðarleg spenna og ekki minni væntingar nú í upphafi mótsins.
Hér er smá upprifjun og upphitun fyrir kvöldið... enjoy!
15.1.2008 | 20:23
Apple kynnir... MacBook Air
Steve Jobs kynnti nú í dag nýjungar frá Apple. Flaggskipið þetta árið er án efa MacBook Air - þynnsta fartölva í heimi - og er bara flott!
Sjá nánar á heimasíðu Apple
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agnarbragi
- agnarb
- vestfirdingurinn
- safinn
- birkir
- dofri
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- neytendatalsmadur
- mummiskula
- hallurmagg
- hl
- smalinn
- hlini
- jonfinnbogason
- jon-o-vilhjalmsson
- skjalfandi
- lafdin
- kristbjorg
- margretsverris
- suf
- siggi-hreins
- kaupfelag
- stefanbogi
- steinunnanna
- valdisig
- vefritid