13.4.2010 | 01:50
Tugmilljóna króna styrkur Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera ólöglegur
Eins og margir aðrir þá gluggaði ég í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar er margt áhugavert að finna.
Það sem meðal annars vakti athygli mína var að umdeildur tugmilljóna króna styrkur Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins berst ekki frá bankanum fyrr en árið 2007. Það er eftir að lög um fjármál stjórnmálasamtaka tóku gildi þann 1. janúar 2007.
Skv. frétt Vísis þá hefur Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins "staðfest að styrkirnir hafi verið útgefnir og skráðir í bókhaldi Sjálfstæðisflokksins árið 2006 þótt sá síðari hafi ekki borist frá bankanum fyrr en í ársbyrjun 2007 og hafi þá fyrir mistök verið lagður inn á reikning SUS."
Er eðlilegt að styrkurinn sé "skráður" í bókhaldi Sjálfstæðisflokksins 2006 þegar hann berst ekki fyrr en árið 2007 til þess eins að fara á svig við lögin eða er ekki styrkurinn einfaldlega ólöglegur?
Og varla eru það "mistök" að bæði stórir styrkir frá Landsbankanum og Kaupþingi eru lagðir inn á reikninga SUS árin 2005, 2006 og 2007. Það eru þá ansi mörg "mistök".
12.4.2010 | 02:27
Smart myndahilla
Þar sem ég er nýflutt og er að koma mér fyrir í íbúðinni minni þá spái ég reglulega í allskonar flottum og skemmtilegum hugmyndum sem hægt er framkvæma fyrir lítinn pening.
Hér er ein hugmynd frá Bolig að smart myndahillu.
3.4.2010 | 22:20
Nýr fítus í Photoshop CS5?
Hvað ætli gerist þegar þú ýtir á "delete" takkann í næstu útgáfu af Photoshop? Adobe er að þróa nýjan fítus sem kallast "Content-Aware Fill".
23.5.2009 | 04:34
Fjármálaráðherra í afneitun?
Hvernig væri nú að Steingrímur Jóhann myndi beita sér fyrir því að ræða stöðu þjóðarbúsins með því að koma þeirri umræðu á dagskrá þingsins og haft þá þingfund í stað þess að fresta honum í gær?
Hann gæti líka gert skyldu sína sem fjármálaráðherra upplýst um hina raunverulegu stöðu og jafnvel opnað dulkóðaða herbergið með skýrslunni frá Oliver Wyman sem einmitt varpar ljósi á stöðuna. Hvernig væri að upplýsa þjóðina um með hvaða hætti ríkisstjórnin ætlar sér að skera niður.
Ætli það sé ekki bara fjármálaráðherra sem er í afneitun?
P.S. Ætli hver sem er geti látið breyta fyrirsögnum hjá mbl.is eða bara starfsmenn VG???
Framsóknarmenn í afneitun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 19:19
Hvar er skýrslan?
Af hverju er ekki hægt að birta þessa blessuðu skýrslu? Er eitthvað að fela?
Í frétt Morgunblaðsins 15. apríl sl. segir:
"Fjármálafyrirtækið Oliver Wyman mun skila skýrslu um samhæft endurmat á Nýja Landsbankanum (NBI), Nýja Kaupþingi og Íslandsbanka eigi síðar en á miðnætti í dag, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Heimildir Morgunblaðsins herma að kynning verði unnin upp úr skýrslunni og hún gerð opinber í kjölfarið. Það gæti gerst strax á morgun. "
Ég spyr aftur... af hverju er ekki búið að birta þessa skýrslu sem átti að birta 15. apríl?
"Þegar skýrslu Oliver Wyman hefur verið skilað inn eiga formlega viðræður um skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna að hefjast.
Þær munu fara fram á milli ráðgjafa stjórnvalda, sem er enska ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint, og þriggja alþjóðlegra ráðgjafa sem skilanefndir bankanna hafa ráðið til að sjá um hagsmuni kröfuhafa þeirra. Stefnt er að því að þessum viðræðum ljúki í síðasta lagi 18. maí næstkomandi.
Ef ekki tekst að semja um niðurstöðu á þeim tíma er hluti kröfuhafanna reiðubúinn að stefna ríkinu og bönkunum til að tryggja hagsmuni sína."
Oliver Wyman skilaði inn skýrslu um endurmat á bönkunum á miðnætti 15. apríl sl. Hluti kröfuhafa er reiðubúinn að stefna ríkinu og bönkunum ef ekki er búið að semja um skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna. Megum við einhvern tíma missa? Eru þessar formlegu viðræðu hafnar?
Af hverju er þessum spurningum ekki svarað af ráðamönnum þjóðarinnar heldur kjósa þeir að snúa út úr og svara ekki beint?
Við kjósum ekki eftir á!
Skýrsla ekki birt en forsendur skýrðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 19:18
Hvað á þá að gera???
Það er kominn tími til að ríkisstjórnin segi hvað hún vilji gera til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila í stað þess að slá tillögur annarra út af borðinu án sérstaks rökstuðnings. Við þessar aðstæður er svo sem engin leið sérlega góð en hins vegar er alveg ljóst að eitthvað þarf að gera og það strax. Tillagan um 20% niðurfellingu skulda með mögulegu hámarki er sú eina sem hefur verið lögð fram síðan hrunið varð (felur í raun í sér það sama og að færa vísitöluna aftur fyrir hrun en virkar jafnfram á erlend lán og lán sem ekki eru verðtryggð).
Kostnaðarvitund þeirra Jóhönnu og Steingríms virðist svo sem ekki upp á marga fiska. Nærtækasta dæmið er um stjórnlagaþing þar sem stjórnarþingmenn slóu frumvarp Framsóknar út af borðinu vegna þess að það þótti "of dýrt" sjá http://www.visir.is/article/20090213/FRETTIR01/623024197 (áætlaður kostnaður 2-300 milljónir) en forsætisráðherra þurfti að láta semja fyrir sig og ríkisstjórnina nýtt frumvarp sem reynist nú vera þrisvar til fjórum sinnum dýrara (c.a. 1.200-2.200 milljónir skv. útreikningum Fjármálaráðuneytisins).
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agnarbragi
- agnarb
- vestfirdingurinn
- safinn
- birkir
- dofri
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- neytendatalsmadur
- mummiskula
- hallurmagg
- hl
- smalinn
- hlini
- jonfinnbogason
- jon-o-vilhjalmsson
- skjalfandi
- lafdin
- kristbjorg
- margretsverris
- suf
- siggi-hreins
- kaupfelag
- stefanbogi
- steinunnanna
- valdisig
- vefritid
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv